Skíðaferð þriðjudaginn 22. mars

Þriðjudaginn 22. mars er nemendum í Giljaskóla boðið í Hlíðarfjall (ef veður leyfir). Engin hefðbundin kennsla er þennan dag. Vinsamlega athugið að skóla er lokið fyrr en venjulega .

Sumir fara á bretti, aðrir á skíði og svo mega nemendur taka með sér snjóþotur og sleða. Gönguferð verður í boði fyrir þá sem það kjósa.

Þeir sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í Hlíðarfjalli. Ekki verður hægt að lána búnað til 1. 2. og 3. bekkjar en þeir geta farið með sleða og þotur.

Þar sem mikil ásókn hefur verið í að fá lánaðan búnað hvetjum við þá nemendur sem eiga skíði eða bretti að koma með sinn búnað.

Þær lyftur sem verða opnar eru: Töfrateppið, Hólabraut, Skálabraut og Hjallabraut.

Aðrar lyftur fylgja hefðbundnum opnunartíma Hlíðarfjalls.

Lyftukortin gilda allan daginn og því geta nemendur nýtt sér það, en það þarf að skila inn skíðabúnaðinum þegar skipulagðri dagskrá lýkur. þ.e. þegar rútur á vegum skólans fara heim. Ef nemendur ætla að verða eftir í Hlíðarfjalli verða þau að koma með samþykki frá foreldrum sínum.

Að lokinni skipulegri dagskrá eru nemendur á eigin vegum.

Þó margt starfsfólk fari með og verði nemendum til halds og trausts í Fjallinu er áríðandi að foreldrar brýni það fyrir börnum sínum að þau gæti að sér hvar sem þau eru og reyni ekki að fara í lyftur og skíðabrautir sem þau ráða ekki við.  Sérstaklega beinum við þessum tilmælum  til þeirra sem eru bæði óvanir skíðum og lyftum.

Vakin er athygli á því að veður og færi geta breyst á skömmum tíma og verða allir að taka mið af því.

Muna eftir næringarríku nesti, hjálmi og góða skapinu. Mikilvægt er að vera klæddur til útivistar, merkja vel föt og allan búnað.

Nemendur sem skráðir eru í mat, borða þegar þeir koma úr Fjallinu.  Nemendur í Frístund fara þangað að loknum matartíma.Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með nemendum þennan dag í Fjallinu.Athugið hjálmurinn skiptir höfuðmáli hvort sem barnið er á bretti, sleða eða skíðum Mæting:

1. – 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:30. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:45 og til baka kl.12:00 þá er matur og skólalok um kl. 13.00

5. – 7. bekkur  Mæting í skóla kl. 08:15. Rútur  í Hlíðarfjall kl. 08:30 og til baka kl.12:30

8. - 10. bekkur Mæting í skóla kl. 08:00. Rútur  í Hlíðarfjall kl. 08.15 og til baka kl.13:00