Skólaferðalag 10. bekkjar

Dagana 26.-28. maí fóru nemendur 10. bekkjar ásamt umsjónarkennurum í ferðalag í Skagafjörðinn. Veðrið lék við nemendur og allir skemmtu sér hið besta. Á mánudeginum var farið í klettasig í Hegranesi, heimskókn í hátæknifjós og krakkarnir fengu að prófa ýmsar tegundir skotvopna hjá Skotfélaginu Ósmann. Sigling út í Drangey ásamt göngu á eynni sem var ógleymanleg. Á þriðjudeginum var farið á hestbak á Vindheimamelum ásamt því að fara í litbolta og sund. Síðasta daginn var svo farið í flúðasiglingu á Vestari-Jökulsá. Það var að margra mati toppurinn á ferðinni. Gist var að Steinsstöðum. Krakkarnir hafa staðið að söfunun fyrir ferðina í allan vetur og vilja þakka öllum stuðninginn, sérstaklega þeim sem mættu á viðburðina sem þeir stóðu fyrir í skólanum. Myndir úr ferðinni má sjá hér.