Skólasetning 23. ágúst

Skólasetning Giljaskóla verður mánudaginn 23. ágúst. Vegna sóttvarnaraðgerða mun skólasetning skólastjóra fara fram í kennslustofum nemenda með rafrænum hætti.

Nemendur 2. - 10. bekkjar og sérdeildar mæta í kennslustofur kl. 9:00. Gert er ráð fyrir að skólasetning taki hálfa til eina klukkustund. Vegna þessara aðstæðna getum við því miður ekki boðið foreldrum að vera með.

Nemendur 1. bekkjar og foreldrar þeirra hafa verið boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum 23. og 24. ágúst. 

 

Frístund opnar kl. 9:30 á skólasetningardag fyrir þau börn sem þar eru skráð. 

 

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst hjá 2. - 10. bekk, en hjá 1. bekk miðvikudaginn 25. ágúst. Valgreinar á unglingastigi hefjast vikuna eftir. 

 

Kennsla hefst kl. 8:10 á morgnana, en skólinn opnar 7:50 og er nemendum velkomið að fá sér hafragraut í matsal í upphafi dags.

 

Við þurfum öll að vera mjög vel vakandi varðandi einkennum covid og nauðsynlegt er að halda börnum heima séu eftirfarandi einkenni fyrir hendi: Hósti, hiti, hálssærindi, kvefeinkenni, andþyngsli, bein- og vöðvaverkir, þreyta, kviðverkir, niðurgangur, uppköst, skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni eða höfuðverkur.

 

Varðandi gestakomur í skólann þurfum við að takmarka þær eins mikið og unnt er. Við tökum þó á móti nýjum nemendum í heimsókn með foreldrum sínum og reynum við þær aðstæður að gæta fyllstu varúðar og sóttvarna. Nauðsynlegt er að spritta hendur við komuna inn í skólann og bera andlitsgrímur. 

 

Hér má sjá yfirlit yfir heimastofur árganga og innganga sem nemendur nota:

 

Bekkur

Stofur

Inngangur

1. bekkur

106 og 107

Austurinngangur (að framan)

2. bekkur

104 og 105

Austurinngangur (að framan)

3. bekkur

108 og 109

Vesturinngangur nyrðri

4. bekkur

206 og 207

Miðgangur vestan

5. bekkur

208 og 209

Miðgangur vestan

6. bekkur

203, 204 og 205 

Austurinngangur (að framan)

7. bekkur

308 og 309

Miðgangur vestan

8. bekkur

306 og 307 

Miðgangur vestan

9. bekkur

302 og 303

Vesturinngangur syðri

10. bekkur

304 og 305 

Vesturinngangur syðri

Sérdeild

Sérdeild

Austurinngangur (að framan)



Allar mikilvægar upplýsingar frá skólanum munu berast ykkur í tölvupósti (í gegnum Mentor) og svo birtast fréttir á heimasíðu og fésbókarsíðu skólans.