Skólasprauturnar

Sprautur eru nauðsynlegar fyrir alla. Þær eru til dæmis notaðar til að fyrirbyggja og lækna ýmsa sjúkdóma.

Samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarfræðingi Giljaskóla, Hugrúnu Ágústsdóttur, eru eftirtaldar sprautur í 7.bekk og 9.bekk. Stelpur og strákar í 7.bekk eru sprautuð með MMR sem virkar gegn rauðum hundum, mislingum og hettusótt. Stelpur í 7.bekk fá einnig Cervarix bólusetningu gegn HPV sem veldur leghálskrabbameini. Þær sprautur eru samtals þrjár á sex mánaða tímabili. HPV er skammstöfun á Human Papilloma Virus. Talið er að um 80% þeirra sem stunda kynlíf smitist af veirunni einhvern tímann á ævinni en veiran hefur margar  undirtegundir sem geta valdið ýmsum kynfærasjúkdómum. HPV bóluefnið er fyrirbyggjandi og þess vegna þarf að bólusetja stelpur áður en þær hefja kynmök. Stelpur og stákar í 9.bekk eru sprautuð með Bostrix palio sem virkar gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt. Strákar á Íslandi fá ekki HPV bólusetningu. Mikil umræða er erlendis um að það þurfi að bólusetja þá líka. HPV bólusetningin er alls ekki ný því að hún hefur verið notuð í mörg ár erlendis. Hér á Íslandi varð  bólusetningin fyrst Íslendingum að kostnaðarlausu árið 2012. Fyrir þann tíma var aðeins hægt að kaupa hana á um 100.000 kr. Það olli því að það höfðu ekki allir sama tækifæri til að fá þessa sprautu.
Sprautur hafa mismunandi áhrif á bæði börn og fullorðna. Börn á grunnskólaaldri hræðast oft  skólasprauturnar sem veldur stundum múgæsing í bekkjum. Sum þeirra verða hrædd og fara jafnvel að gráta en það er ekki mikið um ofsahræðslu. Ef skólahjúkrunarfræðingar undirbúa vel kynningu á skólasprautunum með því til dæmis að senda tölvupóst á foreldra og láta krakkana koma til sín eftir stafrófsröð verður minni pressa á þeim af því að þá vita þeir hvenær þeir eiga að mæta. Betra er að krakkarnir fari einir inn til hjúkrunarfræðingsins heldur en að fara með vinum og vinkonum. Þá getur hjúkrunarfræðingurinn útskýrt betur og í ró og næði fyrir þeim hvað sprauturnar gera fyrir mann og hvað getur gerst ef maður fær ekki þessar sprautur. Algengustu aukaverkanir við bólusetningum eru verkir, roði og bólga á stungustað.
Áður fyrr þurfti að fara í mun fleiri bólusetningar af því að þá þurfti að bólusetja fyrir hvern sjúkdóm fyrir sig. Í dag höfum við lyfjablöndur eins og til dæmis MMR sem innihalda nokkur bóluefni sem fækkar bólusetningunum. Bólusetningar gefa um 70% vörn gegn sjúkdómum.

 

Mikilvægt er að kynna sprauturnar vel til að fyrirbyggja ótta. Myndir þú nokkuð vilja sleppa sprautunum ef þær geta bjargað lífi þínu?

 

Jóhanna Kristín Sigurðardóttir 8.RK