Giljaskóli er mjög fínn skóli á margan hátt og það eru margir skólar á landinu sem líta upp til hans. En það er þó gallar. Í þessari grein fjalla ég um galla Giljaskóla og hvað má betur fara til þess að nemendur verði ánægðari í skólanum.
Bara til að byrja með finnst mér að íþróttatímarnir þurfi að vera fjölbreyttari. Það eru eiginlega bara boltaleikir t.d. Handbolti, fótbolti, tennis, blak og skotbolti. Íþróttakennarar ættu að bjóða oftar upp á eltingaleiki, frjálsa stund í íþróttasalnum eða eitthvað í þá áttina.
Það þarf líka að laga skólalóðina, til dæmis körfuboltavöllinn. Sprungur eru komnar í malbikið og maður dettur stundum um það og sum netin á körfunum eru rifin eða einfaldlega engin net. Svo þyrfti líka að stækka parkið vegna þess að það geta ekki verið margir á því í einu. Endurnýja þarf sum leiktækin eða bæta við fleiri leiktækjum. Mér og örugglega fleiri nemendum finnst vanta meiri hreyfingu til dæmis með því að hafa frímínúturnar lengri.
Það er ekki nógu oft góður matur í mötuneytinu. Oftast er fiskur í matinn. Þegar það er eitthvað gott í matinn myndast oft mjög löng röð og maður verður seinn í tíma. Því væri gott að hafa sjálfsala, það myndi auðvelda mörgum lífið, bæði nemendum og starfsmönnum. Ég spurði nokkra hvort þeir vildu sjálfsala í skólann og allir svöruðu játandi. Svo ef einhver sem er við stjórn í Giljaskóla les þetta vona ég að sá hinn sami setji sjálfsala í Giljaskóla.
Rúllur á unglingastigi eru mjög ólíkar þeim sem eru á miðstigi, vegna þess að við þurfum til dæmis að velja það sem við förum í. Þetta getur verið gott en það getur líka verið slæmt því maður fær bara eitt af því sem maður vill. Ég myndi vilja hafa betra flokkunarkerfi þannig að allir fái það efsta þrennt sem þeir vilja.
Ég vil vekja athygli á fjölbreyttari íþróttatímum, hafa fjölbreyttari mat (kannski myndi sjálfsali hjálpa eitthvað við það), stækka parkið og lóðina í kring og seinast en ekki síst hafa betra flokkunarkerfi fyrir rúllurnar svo að ég þurfi ekki að sitja í tímum (skilgreint sem val) sem ég í raun valdi ekki.
Mikael Viðar Ægisson 8. SKB