Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Giljaskóla fimmtudaginn 20. mars sl en verkefnið stendur yfir í 7. bekk ár hvert og hefst í nóvember á Degi íslenskrar tungu og lýkur að vori.
Tíu nemendur úr 7. bekk tóku þátt í hátíðinni og lásu texta upp úr bókinni Þar lágu Danir í því eftir Yrsu Sigurðardóttur. Sömuleiðis voru lesin ljóð úr Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson og að lokum ljóð að eigin vali. Keppendur stóðu sig allir með mikilli prýði og voru sigurvegararnir tveir: Bjarki Gíslason og Líney Lilja Þrastardóttir. Auk þeirra var Karen Ósk Ingadóttir valin til vara. Bjarki og Líney tóku svo þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri sem haldin var í sal MA miðvikudaginn 2. apríl. Myndir má sjá hér en þær tóku Jón Baldvin Hannesson og Ólafur B. Thoroddsen.
Um æfingar í vetur sáu kennararnir Ádís Elva Kristinsdóttir og Íris Ósk Tryggvadóttir. Dómarar voru: Helga Hauksdóttir, Herdís Anna Friðfinnsdóttir og Sigríður Ása Harðardóttir. Umsjón með lokahátíðinni og æfingar fyrir báðar hátíðirnar hafði skólasafnskennarinn Ingunn Sigmarsdóttir.