Stóra upplestrarkeppnin 2010

Fimmtudaginn 4. mars héldum við í Giljaskóla hina árlegu upplestrarkeppni í 7. bekk við hátíðlega athöfn í sal skólans.  Tíu keppendur úr báðum 7. bekkjum tóku þátt en nemendur hafa í vetur æft upplestur undir stjórn umsjónarkennaranna Bergdísar og Ingu Dísar, auk Ingunnar skólasafnskennara sem þjálfaði keppendur á lokasprettinum og hélt auk þess utan um allt skipulag.

Alls voru 3 umferðir þar sem lesin voru til skiptis ljóð og samfelldur texti. Áheyrendur voru nemendur og kennarar í 6. og 7. bekk, auk foreldra og skólastjóra. Keppnin gekk mjög vel og nemendur í sal voru til fyrirmyndar, gáfu gott hljóð og hlustuðu vel.

Dómarar voru: Brynjar Karl Óttarsson, Daníel Freyr Jónsson og Þórunn Bergsdóttir. Veitt voru þrenn bókaverðlaun auk þess sem allir fengu blóm. Í verðlaunasætum voru:

  1. Amanda Helga Elvarsdóttir 7. IDS
  2. Andri Þór Guðmundsson 7. BK
  3. Þóra Höskuldsdóttir 7. BK.

Þau Amanda og Andri munu keppa í lokakeppni grunnskólanna á Akureyri sem fer fram í sal Menntaskólans mið. 17. mars næst komandi en Þóra verður til vara. Við óskum þeim góðs gengis og þökkum flytjendum og áheyrendum fyrir þátttökuna.