Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2011 var haldin á sal Menntaskólans, Hólum miðvikudaginn 23. mars síðastliðinn.
Fyrirkomulag Stóru upplestrarkeppninnar er þannig að haldnar eru undankeppnir í hv
erjum skóla fyrir sig þar sem fulltrúar skólans eru valdir. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn standa fyrir
þessari keppni ásamt skóladeild. Keppnin var haldin í sal Menntaskólans að viðstöddu fjölmenni. Þarna voru mættir til leiks
fulltrúar 7. bekkinga úr öllum grunnskólunum á Akureyri. Keppendur voru 17 í ár og stóðu sig allir með miklum sóma. Það
var sérlega ánægjulegt að sjá hvað nemendur voru yfirvegaðir og skemmtilegt að fylgjast með þessum frábæra hópi nemenda lesa
upp fyrir fullum sal af fólki og standa sig svo vel sem raun var. Sigurvegarar þetta árið voru: Urður Andradóttir úr Lundarskóla sem
varð í þriðja sæti, Kristrún Jóhannesdóttir nemandi í Síðuskóla varð í öðru sæti og sigurvegari
árið 2011 varð Fannar Már Jóhannsson nemandi í Lundarskóla. Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri Síðuskóla
tók nokkrar myndir af keppninni og má
sjá
þær hér. Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla tók einnig myndir og má
sjá þær hér. Styrktaraðilar keppninnar voru Mjólkursamsalan,
Kexverksmiðjan og Blómabúð Akureyrar.
Byr sparisjóður veitti vegleg peningaverðlaun.