Fimmtudagsmorguninn 1. mars var haldin lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Giljaskóla. Keppnin var með hefðbundnum hætti.10 nemendur tóku þátt en allir nemendur í 7. bekk hafa í vetur æft upplestur. Um undirbúning og æfingar í vetur sáu umsjónarkennararnir Astrid og Ragna en Ingunn skólasafnskennari sá um lokaæfingar og hátíðina.
Jón Baldvin skólastjóri setti hátíðina og síðan lásu keppendur, í þremur umferðum, texta og ljóð. Skáld keppninnar að þessu sinni voru Þorgrímur Þráinsson og Vilborg Dagbjartsdóttir.
Dómarar voru: Brynjar og Svava kennarar í Giljaskóla og Herdís barnabókavörður á Amtsbókasafninu.
Sigurvegarar keppninnar voru:
- sæti: Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir
- sæti: Tinna Arnarsdóttir
- sæti: Andri Freyr Eiðsson.
Þær Bjarklind og Tinna (Andri til vara) munu taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri en hún verður haldin í MA 7. mars nk.
Við þökkum öllum nemendum, áhorfendum og öðrum sem komu að keppninni fyrir vel heppnað starf og óskum sigurvegurum til hamingju.
Myndir