Miðvikudaginn 16. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Giljaskóla. 10 keppendur úr 7. bekk tóku þátt og stóðu sig með
mikilli prýði. Lesin voru ljóð og óbundið mál, alls þrjár umferðir.
Um æfingar sáu umsjónarkennararnir Astrid og Helga auk Ingunnar skólasafnskennara sem einnig hafði umsjón með keppninni.
Dómarar voru: Lára og Þórunn, kennarar í Giljaskóla og Hildur Sigurðardóttir nemi í sérkennslufræðum við HA.
Gabríel Snær í 8. bekk las upp í hléi verðlaunaritgerð sína um Jón Sigurðsson.
Sigurvegarar upplestrarkeppninnar 2011 eru:
- Baldur Bergsveinsson 7.AH
- Eva María Aradóttir 7.AH
- Sigurður Már Steinþórsson 7.HJ
Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum keppendum öllum fyrir þáttöku og góðan árangur.
Stóra upplestrarkeppnin á Akureyri fer fram í MA 23. mars nk.
Myndir frá keppni Giljaskóla eru hér.