Stóra upplestrarkeppnin í Giljaskóla

Í gær 22. mars var Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk haldin í sal skólans. Nemendur hafa æft upplestur í vetur undir stjórn umsjónarkennaranna Ásdísar Elvu og Katrínar auk Ingunnar skólasafnskennara. 10 keppendur tóku þátt og stóðu sig með prýði. Lesin voru ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og texti úr bókinni Sjáumst aftur eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur.

Dómarar voru Helga Hauksdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Svava Hjaltalín.

Fyrir hönd Giljaskóla voru Áslaug Dröfn Sveinbjörnsdóttir og Helga Viðarsdóttir valin til að taka þátt í aðalkeppninni í sal MA miðvikudaginn 29. mars  kl. 17:00. Til vara var valinn Arnþór Atli Atlason.

Við óskum þeim innilega til hamingju.

MYNDIR