Eins og flestir vita hefur mikil breyting orðið í tæknimálum undanfarin ár. Það hefur haft mikil áhrif á tækja- og tölvunotkun í skólastarfinu, til dæmis tengt símanotkun og notkun Ipada við kennslu. Undanfarið hefur líka verið meira um að tölvuforrit eða það sem kallast námsumsjónarkerfi séu notuð í skóla eins og moodle, classroom og fleira.
Ég hef ekki vanið mig á að taka símann með í skólann er margir hafa nýtt sér það. Því fylgja bæði kostir og gallar. Kostirnir eru meðal annars að hægt er að hlusta á tónlist en mörgum finnst þeir ná betri einbeitingu þannig. Einnig nota sumir símann sem námstæki, til dæmis við þýðingar. En auðvitað fylgja þessu gallar líka því símar geta valdið truflunum og skort á einbeitingu. Samkvæmt reglum skólans á að stilla á flugstillingu á meðan nemendur eru í tímum en það eru ekki allir sem muna það. Þess vegna geta símarnir valdið áreiti fyrir þá sem eru með síma en líka fyrir aðra nemendur. Það getur verið truflun fyrir þá sem eru að læra að heyra titringinn í símanum og hljóð sem tilkynna skilaboð. Skólinn leyfir hins vegar ekki nemendum á miðstigi og yngsta stigi að taka síma með í skólann.
Skólinn hefur síðustu ár keypt Ipada til notkunar fyrir nemendur og hefur það reynst mjög vel. Það er skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu og mun pottþétt aukast í framtíðinni. Þeir eru til dæmis notaðir í kennslu fyrir Moodle, Classroom, Quizlet og stundum Kahoot (til gagns og gamans). Nemendur í 8. bekk hafa notað Moodle fyrir stærðfræði sem er góður undirbúningur fyrir nám eftir grunnskóla því það er mikið notað í framhalds- og háskólanámi. Classroom er líka námsumsjónarkerfi í gegnum heimasíðu google sem hefur nýst nemendum vel. Það vill þó stundum vera að nemendur nýti sér Ipadana til að fara í leiki eða á internetið sem er ekki ætlast til að sé gert.
Notkun tækni í skólastarfi hefur þróast mikið undanfarið og það hefur sína kosti og galla. Það gerir skólastarfið fjölbreyttara og augljóst er að notkun Ipada og síma er komin til að vera og mun bara aukast í framtíðinni. Það er hins vegar á ábyrgð nemenda að nýta sér það til að læra en ekki til að leika sér.
Agnes Birta Eiðsdóttir
8. RK
Giljaskóli