Í mars árið 2003 kom til Akureyrar hópur serbnesks flóttafólks frá Króatíu. Þá um vorið var strax hafist handa við
að kenna þeim íslensku og annað sem að gagni gæti komið í nýjum og framandi aðstæðum. Í Giljaskóla stigu
þessir nýju íbúar Akureyrar sín fyrstu spor inn í framtíðina. Börnin hafa verið nemendur skólans og reynst
fyrimyndarnemendur. Fullorðna fólkinu hefur gengið misjafnlega að ná tökum á þessu snúna tungumáli, íslenskunni, en öll eru
þau hér enn og orðin hluti af samfélaginu.
Hvað býr í brjósti einstaklings sem þarf að fara burt frá öllu sem hann átti, fjölskyldu, vinum og þjóð sinni sem hrekst um
stríðshrjáð og tætt?
Nena Marijan er ein af foreldrum í Giljaskóla og kom til að gefa skólanum ljóðabókina sína sem gefur okkur innsýn í hvað
henni býr í brjósti. Þannig vill hún gjalda skólanum fósturlaunin fyrir fyrstu orðin sem hún lærði í
íslensku. Hafðu þakkir fyrir Nena og haltu áfram að skrifa.
Hér er eitt af ljóðum Nenu skrifað á íslenskunni hennar, án leiðréttingar.
Ég get það
Fyreir þremur árum
staðnaði ég ekki
ég sigldi.
Á yfirgefnum sjó
kemur í ljós bátskel
í sálinu vaknar ný von.
Mun ég geta?
ja ég get það!
af vandamálum er mikið
en ég drukknaði ekki.
Sársauki liður burt
í brimróti
ég fann bátskel
og sigldi burt.