Við höfum verið að taka upp myndbönd úr kennslustundum í vetur. Í miðju kafi urðum við fyrir því óláni að myndavélin okkar datt í gólfið og brotnaði. Við létum það ekki stoppa okkur og kláruðum upptökur á gamla myndavél. Í febrúar buðum við foreldrum og ömmum og öfum nemenda í sérdeild til okkar og sýndum þeim 45 mínútna myndband úr starfinu. 6. febrúar komu Steina og Gestur amma og afi Guðmundar Orra í heimsókn til okkar og þau ásamt Þuru ömmu Guðmundar gáfu okkur nýja myndavél, alveg eins og þessa sem skemmdist :)
Við í sérdeildinni þökkum þeim fyrir frábæra heimsókn og kærar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf .