Þemadagar 9. og 10. október. Heimsálfur

Dagana  9.- 10. október verða árlegir þemadagar í Giljaskóla.

Athugið að hefðbundin stundaskrá gildir ekki þessa daga, en vinnulotur eru frá kl. 8.20 til 12.30 (mæting í skóla kl 8.00)    Allir fara út í frímínútur frá 10.20-10.40

Þemað  sem valið var að þessu sinni er Heimsálfur. Að leiðarljósi  höfum við einnig þá sex grunnþætti menntunar sem kynntir eru í nýrri aðalnámskrá. Þeir eru læsi, sköpun, sjálfbærni, heilsa og hollusta, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Jafnrétti gerum sérstaklega skil í vetur og  1. október var fyrsti jafnréttisdagurinn í skólanum.

Þátttakendur eru nemendur í 1.- 7. bekk ásamt sérdeildinni.  Settar verða upp sjö aðalstöðvar sem hver um sig býður uppá fjölbreytt og áhugaverð viðfangsefni og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.  Á hverri stöð geta verið um 40 - 60 nemendur. Hver nemandi velur sér tvær stöðvar þessa daga.

Smiðjurnar heita:

- Afríka

- N- Ameríka

- S- Ameríka

- Asía

- Evrópa

- Eyjaálfa

- Hreyfing

Í smiðjunni um Afríku munum við horfa  á fræðslumyndir um álfuna, skoða  m.a. kort, dýralíf og mannlíf í Afríku, búa til þorp og fígúrur, föt og skartgripi.

Í smiðjunni um N-Ameríka ætlar sérdeildin að vinna með indíána

Í S-Ameríku skoðum við lögun, lönd og einkenni álfunnar, m.a. unnið  við matagerð, búin til landakort úr kaffibaunum og smíðaðar panflautur.

Í Asíu verða unnin ýmis verkefni sem minna á lönd, trúarbrögð og  afurðir sem koma frá Asíu t.d. hrísgrjón.

Í Eyjaálfu verður ýmis fróðleikur á boðstólum,  list  frumbyggja skoðuð, dýralíf og margt  fleira.

Í Evrópu ætlum við að vinna með landakort, þjóðfána, tungumál, byggingar og búa til sannkallað Evrópuspil.

Hreyfing. Þar verður boðið uppá ýmsa hreyfingu, leiki og þrautir sem tengjast  heimsálfunum á einn eða annan hátt.

Þessa dagana munu nemendur þannig vinna að mjög fjölbreyttum verkefnum, eins og alltaf eigum við von á frábærri stemmmingu.

Mikilvægt er að gætt sé að klæðnaði allra nemenda því veturinn virðist ætla að gera vart við sig snemma.