Þörf fyrir Hreystivöll í Giljaskóla

Giljaskóli er frábær skóli.  Það er gott að vera nemandi hér.  Eitt af því sem mér finnst jákvætt við skólann eru fjölbreyttir íþróttatímar.  Það sem ég vildi að skólinn myndi bæta við er Hreystivöllur.  Völlurinn væri góð viðbót á skólalóð Giljaskóla sem leiktæki og skemmtun fyrir yngri nemendur.  Einnig myndi völlurinn nýtast til æfinga fyrir skólahreysti.

Hvað er Hreystivöllur?  Hreystivöllur er þrautabraut þar sem þrautin reynir á allan líkamann eins og styrk, úthald, samhæfni, jafnvægi og hugrekki.  Völlurinn er þannig byggður að tveir notendur geta farið í gegnum þrautina í einu.  Þar sem Hreystivellir eru geta íþróttakennararnir  nýtt þá í útiíþróttum og hefur það gefist vel.  Foreldrar geta einnig farið í gegnum þrautirnar og sýnt þeim yngri gott fordæmi.  Hreystivöllur er einnig góður sem alhliða leikvöllur.  Völlurinn uppfyllir allar helstu grunnkröfur um öryggi leikvalla og leikvallatækja.  Ég sjálf hef prufað svona völl og er hann mjög skemmtilegur. Flestir þekkja Skólahreysti en það er liðakeppni á milli grunnskóla landsins.   Í hverju liði eru tvær stelpur og tveir strákar og öll þurfa þau að vera í 9. og/eða 10. bekk.  Giljaskóla hefur gengið ágætlega í Skólahreysti.  Síðust árin hefur Giljaskóli ekki komist til Reykjavíkur í úrslit.  Í Hreystivellinum er flest allt sem er notað í hraðabrautinni.  Þessi braut myndi hjálpa til dæmis við undirbúning hjá krökkum sem langar að komast í liðið eða fyrir þá sem eru í liðinu.  Giljaskóli á eitthvað dót sem tengist Skólahreysti eins og upphífingastöng og fleira fyrir einstaklingsgreinarnar en ekki neitt sem tengist hraðaþrautinni.  Ef Hreystivöllurinn kæmi í Giljaskóla myndi ég vilja hafa hann fyrir aftan íþróttahúsið þar sem er stór grasvöllur sem er eiginlega aldrei notaður.  Aðeins fjórir skólar á landinu eru með Hreystivöll og eru þeir allir í kringum höfuðborgarsvæðið og svo er einn á Stykkishólmi.

Frábært væri að fá Hreystivöll til að ná betri árangri í Skólahreysti og til að gera skólalóðina ennþá skemmtilegri.  Það er hægt að nýta völlinn í allskyns hluti eins og að gera útiíþróttatímana ennþá fjölbreyttari.  Völlurinn getur nýst krökkum á öllum aldri til æfinga og  mikillar skemmtunar.

 

María Björk Friðriksdóttir 8. RK