Tilraunadagar í náttúrufræði hjá 5.bekk

Í apríl var 5. bekkur með tilraunadaga í náttúrufræði hjá Eydísi og Völlu. Búið var til slím, dósasímar, borðtenniskúlu var haldi á loft með hárþurrku, pappírsbátur fylltur af bréfaklemmum til að athuga burðarþolið, vatnsglas nýtt til að halda uppi pappa, regnbogamjólk leit dagsins ljós og tússlitir og vatn nýtt í að búa til flott mynstur.

Við gerðum einnig „langtímatilraun“ sem snerist um það, að færa vatn á milli glasa með eldhúsbréfum…..hún tókst :)

Þriðjudaginn 19. apríl bjuggum við til pappírsþyrlur og fengum leyfi hjá skólastjóra til að henda þeim niður af svölunum á 3. hæð. Þetta tókst mjög vel hjá okkur og í tveimur stuttum myndskeiðum má sjá hvernig þetta var.

Myndskeið 1 og myndskeið 2

En myndirnar segja meira en mörg orð :)