Umhverfismerki skólans var valið af nemendum og starfsfólki skólans nú í vikunni fyrir páska. Allir gátu skilað inn tillögum að merki og alls bárust 240 tillögur. Það var erfitt verk fyrir Grænfánanefndina að velja úr 15 myndir (5 myndir af hverju stigi) sem allir nemendur og starfsfólk skólans gátu síðan valið úr. Kosningin var leynileg og myndirnar sem hægt var að velja á milli aðeins merktar með númeri. Það fór svo að tillaga Guðmundu í 8. BKÓ bar sigur úr býtum. Mynd Daða í 5.RK fékk flest atkvæði á miðstigi og mynd Elínar í 4. GS hlaut flest atkvæði myndanna sem útnefndar voru fyrir yngsta stig. Hér má sjá myndir af teikningum og afhendingu verðlauna.
Við þökkum fyrir allar þessar flottu myndir og óskum sigurvegurunum til hamingju!
Gleðilega páska, Grænfánanefndin