Útjaðar bæjarins.
Gönguferð: Gengið verður frá Giljaskóla, upp Hlíðarfjallsveg og staldrað við hjá Skíðastöðum. Þar munu nemendur borða nestið sitt áður en haldið verður áfram í norður meðfram rótum Hlíðarfjalls. Gengið verður niður Lögmannshlíðina og komið niður á Lögmannshlíðarveg, þaðan sem gengið verður í skólann.
Allt unglingastigið saman.
Upplifun, náttúran, samheldni, gleði.
Klæðnaður: Hlýr og skjólgóður klæðnaður. Gönguskór (helst ekki íþróttaskór (geta skemmst) og því síður inniskór), auka sokkar og vatnsþéttar buxur.
Nesti: Samlokur, ávextir, o.s.frv.. Smá sætt brauð er í lagi ef það er í hófi, ekki kexpakkar.
Drykkir: Vatn, mjólk, safar, o.þ.h.
Magn nestis verður að duga nemandanum frá 8-12.30.
Bannlisti: nammi, gos, tölvuspil, iPodar o.þ.h. Vonum að allir virði bannlistann og verði sáttir.