Næstkomandi föstudag munum við í Giljaskóla taka þátt í UNICEF - hreyfingunni, sem er áheitahlaup til styrktar Unicef.
Þessa vikuna munu nemendur koma heim með áheitablöð fyrir Unicef hreyfinguna. Um er að ræða áheitahlaup, þar sem nemendur safna áheitum til styrktar Unicef sem vinnur að því að tryggja aðgang allra að bóluefni. Hlaupið sjálft fer svo fram næstkomandi föstudag, þar sem nemendur hlaupa ákveðinn hring og því fleiri hringir sem farnir eru því meiri peningur safnast.
Ár hvert leggur Unicef áherlsu á ákveðið málefni og ekki kemur á óvart að málefni ársins í ár eru bólusetningar. Fjallað verður um málefnið í skólanum auk þess sem nemendum gefst kostur á að horfa á stutt myndband frá Unicef um mikilvægi bólusetninga og réttindi barna gagnvart þeim. Við hvetjum aðstandendur til að kynna sér það líka, myndbandið má finna hér.