Upphátt 2025- upplestrarkeppni hjá 7. bekk

Í tilefni af Upphátt upplesrarkeppninar var haldin teiknisamkeppni um veggspjald til að auglýsa keppnina. Nemendur í 7. bekk Giljaskóla tóku þátt þátt í teiknisamkeppninni og stóð Ragnheiður Klara Pétursdóttir 7. bekk Giljaskóla uppi sem sigurvegari að þessu sinni. Óskum við henni innilega til hamingju með myndina sína. Mun hennar mynd prýða auglýsingaspjöld um keppnina. 

Nemendur í 7. bekk eru nú á fullu að hefja undirbúning fyrir Upphátt keppnina. Þau eru að æfa sig í framkomu og að lesa upphátt. Að þessu sinni mun innanhúskeppnin fara fram 24. febrúar. Þá verða valdir fulltrúar nemenda 7. bekkjar til að taka þátt í lokakeppninni sem haldin verður 18. mars í hátíðarsal Háskólans á Akureyri.

Við óskum Ragnheiði enn og aftur til hamingju með myndina sína.