Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda Giljaskóla
Nú eru orðnar breyttar aðstæður hjá okkur í grunnskólunum í kjölfar samkomubanns vegna COVID - 19. Á vef almannvarna kemur eftirfarandi fram varðandi samkomubann:
Eins og gefur að skilja hefur þessi tilskipun í för með sér talsvert miklar breytingar á hefðbundnu skólastafi sem við erum nú að skipuleggja.
Skólinn hefur fjölgað í öryggisráði skólans sökum aðstæðna. Ráðið fundar daglega meðan neyðarstig stendur yfir. Í ráðinu sitja Kristín, Vala og Helga Rún (stjórnendur skólans), Hrefna (úr sérdeild), Gummi smíðakennari, Ingunn (skólasafnskennari), Ella ritari, Sigfús (kennari á unglingastigi) og Gummi húsvörður.
Vegna samkomubanns verður ekki unnt að halda árshátíð nemenda sérdeildar og 1. - 7. bekkjar sem fyrirhuguð var 25. og 26. mars. Við skoðum möguleika á árshátíð þegar nær dregur sumri.
Við stjórnendur í Giljaskóla verðum í samvinnu við fræðsluyfirvöld varðandi skólastarf næstu vikurnar. Við munum senda ykkur upplýsingar um helgina hvernig skólastarfi verður háttað eftir helgi. Starfsfólk skólans og foreldrar/forráðamenn munu fá tölvupóst um helgina og einnig verða settar upplýsingar á heimasíðu og facebook síðu skólans.
Nú hefur einn kennari í skólanum verið settur í sóttkví. Þeir foreldrar sem eiga börn sem þessi kennari hefur kennt hafa verið upplýstir nánar um það.
Nauðsynlegt er að allir haldi ró sinni og útskýri á yfirvegaðan hátt þessar breyttu aðstæður fyrir börnunum. Við bendum á nýja síðu sem sett hefur verið í loftið: https://www.covid.is/
Með von um gott samstarf,
Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri
Helga Rún Traustadóttir, deildarstjóri yngri deildar
Vala Björk Stefánsdóttir, deildarstjóri eldri deildar / staðgengill skólastjóra