Útivistardagur 29. janúar næstkomandi

Kæru foreldrar / forráðamenn barna í Giljaskóla

Miðvikudaginn 29. janúar er nemendum í Giljaskóla boðið í Hlíðarfjall. Ekki verður hefðbundin kennsla þennan dag, en utanskóla valgreinar verða þó kenndar eftir hádegið. Að þessu sinni er Skautahöllin ekki í boði. Nemendur í 1.-4. bekk mæta í skólann kl. 8:10 (rútur fara 9:45 og skóla lýkur um kl. 12:15 (rútur frá fjalli 11:45)

Nemendur í 5. -7. bekk mæta í skólann kl. 8:30 (rúta fer 8:45) og skóla lýkur kl. 12:30 (rúta frá fj alli 12:00)

Nemendur í 8.- 10. bekk mæta í skólann kl. 8:40 (rúta fer 9:00) og skóla lýkur kl: 12:40 (rúta frá fj alli 12:15).

Nemendur í 1.- 4. bekk mega koma með þotu eða sleða. Þeir geta nýtt sér töfrateppið og Auði. Nemendur í þessum árgöngum sem eru algjörlega færir um að fara sjálfir á skíði / bretti (eða eru í fylgd foreldra) og eiga búnað mega nýta sér sinn búnað og skella sér á skíði/ bretti . Athugið að það er hjálmaskylda í fjallinu og það þarf að leigja hjálm ef hann er ekki ti l heima (senda á umsj.kennara ef það þarf að leigja hjálm).

Nemendur í 5.- 10. bekk koma með eigin búnað og hjálm. (skíði, bretti , snjóþotu). Foreldrar geta óskað eftir að skólinn leigi búnað, ef ekki er ti l búnaður á heimilinu. Mikilvægt að láta umsjónarkennara vita um hæð, þyngd, skóstærð, getustig og hjálm ef það þarf að leigja búnað, síðastalagi á mánudaginn 27. jan . Skólinn mun halda utan um leigu á búnaði. Lyftur sem verða opnar í Hlíðarfj alli eru Töfrateppið, Hólabraut, Hjallabraut og Fjarkinn. Aðrar lyftur fylgja hefðbundnum opnunartíma Hlíðarfjalls. Ekki er leyfilegt að dvelja áfram í fjallinu.

Mikilvæg atriði:

● Áríðandi að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að þau gæti að sér hvar sem þau eru og reyni ekki að fara í lyftur og skíðabrautir sem þau ráða ekki við.

● Foreldrum er velkomið að hitta okkur uppi í fjalli og vera með okkur þennan dag.

● Mikilvægt er að muna eftir næringarríku nesti , hjálmi og góða skapinu (kakó ti lvalið í kulda).

● Hægt er að borða nesti í veitingasal Hlíðarfjalls en veitingasala verður ekki opin.

● Vera klædd til útivistar, merkja vel föt og allan búnað.

● Hjálmurinn skiptir höfuðmáli hvort sem barnið er á bretti , sleða eða skíðum.

● Lánsbúnaði þarf að skila inn í leiguhús í Hlíðarfjalli eftir notkun.

● Samkvæmt veðurspá verður kalt í fjallinu og því mikilvægt að nemendur komi mjög vel klæddir.

Skipulag dagsins:

● 1. – 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 8:10.

○ Rútur í Hlíðarfjall fara kl. 9:45 og ti l baka kl. 11:45.

○Matur kl. 12:00. Að loknum mat fara nemendur heim eða í frístund. Frístund er einungis fyrir þá sem eru þar skráðir. Stuðningsfulltrúar eru með skráða nemendur í kennslustofum þar ti l frístund opnar.

● 5. – 7. bekkur. Mæting í skóla kl. 8:30.

○ Rútur í Hlíðarfj all kl. 8:45 og ti l baka kl. 12:00. Borða við komu í skólann og fara svo heim.

● 8.-10. bekkur. Mæting í skóla kl. 8:40.

○ Rútur í Hlíðarfjall kl. 9:00 og ti l baka kl. 12:25.

○ Innanskólavalgreinar falla niður en utanskólaval stendur ti l boða.

Vakin er athygli á því að veður og færi getur breyst á skömmum tíma og verða allir að taka mið af því. Upplýsingar varðandi úti vistardag má líka fi nna á heimasíðu Giljaskóla, giljaskoli.is Ef fresta þarf úti vistardegi þá verða komnar upplýsingar á heimasíðuna kl. 7:00 á úti vistardeginum.

Með von um góða skemmtun í Hlíðarfjalli

Starfsfólk Giljaskóla