Fimmtudaginn 30. mars er nemendum í Giljaskóla boðið í Hlíðarfjall. Eldri nemendum stendur einnig til boða að fara í Skautahöllina eða gönguferð. Ekki verður hefðbundin kennsla þennan dag, en valgreinar verða þó kenndar eftir hádegið. Athugið að hjá sumum nemendum er skóla lokið fyrr en venjulega á fimmtudögum.
Allir nemendur í 1.- 4. bekk fara í Hlíðarfjall og mega koma með þotu eða sleða. Þeir geta nýtt sér töfrateppið. Nemendur í þessum árgöngum sem eru færir um að fara sjálfir á skíði / bretti og eiga búnað mega gera það. Nemendur sérdeildar fara allir í skautahöllina og fá foreldrar nánari upplýsingar um fyrirkomulagið frá starfsfólki sérdeildar.
Nemendur í 5.- 10. bekk hafa fengið val um að fara í gönguferð, áskauta eða í Hlíðarfjall áskíði, bretti, þotu eða sleða. Þeir sem ætla á skauta geta fengið lánaða skauta og hjálm en þeir sem ætla íHlíðarfjall geta komið með eigin búnað eða fengið að láni. Skólinn mun halda utan um leigu á búnaði. Lyftur sem verða opnar í Hlíðarfjalli eru Töfrateppið, Hólabraut, Hjallabraut og Fjarkinn.
Aðrar lyftur fylgja hefðbundnum opnunartíma Hlíðarfjalls.
Mikilvæg atriði:
- Áríðandi að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að þau gæti að sér hvar sem þau eru og reyni ekki að fara í lyftur og skíðabrautir sem þau ráða ekki við.
- Foreldrum er velkomið að hitta okkur uppi í fjalli og vera með okkur þennan dag.
- Mikilvægt er að muna eftir næringarríku nesti, hjálmi og góða skapinu.
- Vera klædd til útivistar, merkja vel föt og allan búnað.
- Hjálmurinn skiptir höfuðmáli hvort sem barnið er á bretti, sleða eða skíðum. Þeir sem ekki eiga hjálma geta fengið þá lánaða í Hlíðarfjalli.
- Lánsbúnaði þarf að skila inn íleiguhús íHlíðarfjalli eftir notkun. Einnig þarf að ganga frá skautabúnaði. Þeir sem ætla að vera lengur áskíðum/brettum og eru með lánsbúnað geta leigt búnaðinn fyrir 2.000 kr. það sem eftir lifir dags.
- Hliðin að lyftunum verða opin og þvíþarf engin lyftukort. Þeir sem eiga vasakort geta nýtt sér það ef þeir ætla að vera lengur. Þeir sem ekki eiga vasakort og ætla að vera lengur þurfa að kaupa það fyrir 1.100 kr.
- Þeir sem ætla að vera lengur ífjallinu þurfa að skila inn skriflegu leyfi til umsjónarkennara frá foreldrum. Með þeirri tilkynningu er barnið á ábyrgð foreldra í fjallinu restina af deginum.
Vakin er athygli á því að veður og færi getur breyst á skömmum tíma og verða allir að taka mið af því.