Valgreinalýsingar 2011-2012 fyrir verðandi 8. - 10. bekk

Valgreinalýsingar næsta árs eru hér:

8. bekkur
9. og 10. bekkur

Kynning miðvikudagsmorguninn  4. maí kl. 8:00 fyrir 7. bekk og foreldra þeirra.

Kynning miðvikudagsmorguninn 4. maí kl. 9:40 fyrir nemendur 8. og 9. bekkjar.

8. bekkur (núverandi 7. bekkur)

Hver nemandi þarf að skila 37 kennslustundum á viku.  Í kjarna eru 29 kennslustundir svo að valgreinar þurfa að vera samtals 8 kennslustundir á viku. Valgreinarnar í 8. bekk skiptast í tvennt: bekkjarval og unglingastigsval. Bekkjarvalið er eingöngu fyrir 8. árganginn og þurfa nemendur að vera í 4 kest á viku í bekkjarvali. Unglingastigsvalið eru sameiginlegar valgreinar ætlaðar nemendum í 8.-10. bekk Giljaskóla. Nemendur í 8. bekk þurfa að vera í tveimur unglingastigsvalgreinum.  Ef ekki er næg þátttaka í valgrein fellur hún niður.
Nemendur eiga kost á að fá félagsstarf eða nám utan skólans metið í stað unglingastigsvalgreina(r) en til að hægt sé að meta það sem eina valgrein þarf 1 - 4 klukkustunda iðkun á viku að liggja að baki og fleiri en 5 klukkustundir ef meta á það sem tvær valgreinar. Skila þarf staðfestingu þjálfara/ kennara/ foringja á eyðublaði sem skólinn leggur til (að hausti).  Nemendur og foreldrar þurfa að bera fulla ábyrgð á þessum skilum til að starfið fáist metið. Athugið að starfsemi utan skóla  má að hámarki meta sem 4 vikustundir af þeim 37 sem nemandi skal skila í grunnskóla og að foreldrar bera allan kostnað af námi sem óskað er eftir með þessum hætti.
Mikilvægt er að nemendur vandi valið og afar mikilvægt er að foreldrar hafi hönd í bagga með vali barna sinna. Nemendur geta ráðfært sig umsjónarkennara, Erlu námsráðgjafa eða Völu, deildarstjóra eldra stigs.  Athugið að valið er fyrir báðar annir og að valið er  bindandi.

 

9. og 10. bekkur (núverandi 8. og 9. bekkur)

Hver nemandi þarf að skila 37 kennslustundum á viku.  Í kjarna eru 27 kennslustundir svo að valgreinar þurfa að vera samtals 10 kennslustundir á viku.  Hver valgrein samsvarar 2 kst á viku yfir veturinn þannig að hver og einn nemandi þarf að velja 5 greinar.  (Undantekning frá þessu eru framhaldsskólaáfangar í fjarkennslu en þar samsvarar hver eining 2 kst hálfan veturinn, 2 eininga áfangar samsvara einni valgrein).  Lestu  kennslulýsingarnar vandlega og athugaðu  dag- og tímasetningar sérstaklega vel.
Veldu fimm greinar og númeraðu frá 1-5 og þrjár til vara og númeraðu frá 6-8.   Ef ekki er næg þátttaka í valgrein fellur hún niður. Ef þú óskar eftir að fá þátttöku í íþróttum, félagsstarfi eða sérskólum metna sem valgrein (2-4 vikustundir) þá skaltu tilgreina það í í kassanum metið val.
Vandaðu valið í samráði við foreldra/forráðamenn þína. Fáðu aðstoð hjá umsjónarkennara, námsráðgjafa og/eða deildarstjóra ef þú þarft.   Athugið að valið er fyrir báðar annir. Valið er bindandi.