Þegar maður kemur á unglingastig byrjar maður í valgreinum. Valgreinar í skólanum er eitthvað sem krakkar velja sér til að læra.
Í 8. bekk eru nemendur í tveimur valgreinum og í 9. og 10. bekk eru þeir í þremur valgreinum. Bæði velja krakkar sér hvað þeir vilja gera í utanskólavali og innanskólavali. Í utanskólavali velja krakkarnir sér eitthvað sem er í boði fyrir fleiri skóla en bara þeirra skóla. Um margt er hægt að velja í utanskólavali svo sem boltaíþróttir, tauþrykk, frönsku og líkamsrækt svo eitthvað sé nefnt. Í innanskólavali velur maður eitthvað sem er sem er bara í boði fyrir krakkana í hverjum skóla fyrir sig, svo sem stærðfræði, íþróttafræði og fleira. Einnig geta krakkar verið í svokölluðu metnu vali. Það er þegar krakkar fá tómstundarstarf sitt metið í staðinn fyrir valgrein. Þetta geta til dæmis verið íþróttir, tónlistarnám, myndlistarnám og fleira. Mér sjálfri finnst að það mætti vera heimanámsval, aðstoð við að læra fyrir próf og tæknival. Valgreinar eru félagslega góðar. Krakkar fá að kynnast nemendum úr öðrum skólum á Akureyri. Einnig fá krakkar að kynnast greinum sem teljast ekki til kjarnagreina sem eru kenndar í grunnskólum.
Í flestum skólum eru einnig svokallaðar verkgreinarúllur. Það eru t.d. heimilisfræði, myndmennt, handmennt, smíðar og fleira. Í Giljaskóla velja krakkar sér hvað þeir vilja fara í undir vor í lok hvers bekkjar í unglingadeild. Nemendur velja sér átta verkgreinarúllur og fara svo í sex rúllur yfir allt skólaárið. Margt er í boði innan hverrar verkgreinar eins í heimilisfræði er bakstur, léttir réttir, réttir frá ýmsum löndum og fleira. Í myndmennt er hægt að fara í málun, perlur og skart, leirvinnslu og fleira. Í handmennt er boðið upp á til dæmis tauþrykk og vélsaum og smíðum er hægt að velja á milli þess að fara í útikennslu og innikennslu.
Valgreinar eru skemmtilegur kostur fyrir grunnskólakrakka og geta þeir þá verið í fagi sem þeir fá að velja sjálfir. Einnig er gaman að geta valið sér viðfangsefni innan verkgreina og fá að sleppa þeim sem ekki þykja eins skemmtileg.
Arnheiður Björk Harðardóttir 9. SKB