Salur Giljaskóla hefur sína kosti og galla. Við félagarnir ákváðum að kynna okkur málið, heyra í húsráðandanumog einum nemanda og draga eigin ályktanir í lokin. Við ætlum að byrja á að segja ykkur frá stólunum í salnum. Í upphafi voru þar u.þ.b. 200 stólar en nokkrir hafa skemmst. Eins og er rúmar salurinn 120-190 manns en í skólanum eru um það bil 470 nemendur og starfsfólk skólaárið 2011-2012.
Við spurðum Guðmund Skarphéðinsson, húsvörð skólans, hvað honum þætti um matsalinn. Gummi, eins og hann er jafnan kallaður, segir salinn vera fallegan en óhentugan. Aðalatriðið sé gryfjan sem honum þykir vera skrítin í laginu. Hann nefnir stóru tröppurnar sem eru í gryfjunni. Þar eigi krakkar það til að detta. Stundum missi þau matardiska í fallinu, brjóti þá og það getur orsakað skurði, sár og marbletti. Þá nefnir hann súlurnar í matsalnum. Hann segir þær fallegar en staðsettar á óheppilegum stað.
Þegar eitthvað gott er í matinn t.d. pizza, hamborgarar, kjúklingur eða píta þá myndast stundum raðir fram á gang. Við þær aðstæður verður stundum þröngt um fólk. Í ljósi þess viljum við benda á kostina við að hafa tvær lúgur í salnum. Það gæti minnkað raðirnar sem gjarnan myndast og hlutirnar myndu ganga hraðar fyrir sig. Við spurðum Einar Jóhann Tryggvason, bekkjarféaga okkar, hvort honum finnist vanta eitthvað í salinn. Að hans mati mætti skipta um stóla. Í stað tréstólanna sem nú eru í salnum mætti fá stóla sem eru þægilegir og sem fólk vill sitja á. Þá mætti bæta við borðum.
Að lokum langar undirrituðum að deila með ykkur lesendur góðir hvaða skoðun við höfum á sal skólans. Okkur finnst hönnun hans skrítin. Hann er alltof lítill miðað við hversu margir nemendur eru í skólanum. Hugmyndin að baki gryfjunni í matsalnum hefur sína kosti og galla. Hún býður hættunni heim og getur skaðað börnin ef þau fara ekki varlega. Gryfjan er helsti ókosturinn við matsalinn og hún er óhentug. Að okkar mati eru borðin of fá og skrítin í laginu og jafnframt vantar fleiri stóla. Þegar salurinn er notaður undir samkomur, böll og annað í þeim dúr er hann hentugur að vissu leyti. Eins og áður er þó gryfjan helsti gallinn við salinn þegar við erum með böll.
Hafþór Andri Jóhannsson 9. BKÓ.
Veigar Þór Jóhannesson 9. BKÓ.
Gryfjan í matsal Giljaskóla