Rauð veðurviðvörun skellur á hér á Akureyri kl. 10 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, og stendur til um kl. 16. Verst verður veðrið á Tröllaskaga (þar sem skólahaldi hefur verið aflýst) en áhrifa mun gæta hjá okkur á Akureyri.
Eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir að leik- og grunnskólar Akureyrarbæjar verði opnir, en skv. verklagsreglum okkar (sjá viðhengi) verða foreldrar að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það í síma eða með tölvupósti til skólans.
Verklagsreglur ef veður eða færð er með þeim hætti að morgni að lögregla mælir með því að skólahald verði fellt niður, er brugðist við því. Þá fellur niður allt formlegt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, samkvæmt tilmælum lögreglu. Sviðsstjóri fræðslusviðs er í slíkum tilvikum í sambandi við lögreglu að morgni og kemur tilkynningu í RÚV og Bylgjuna um að kennsla sé felld niður í leik- og grunnskólum á Akureyri. Er þá gert ráð fyrir því að fyrsta tilkynning sé birt kl. 7.00 að morgni