Í morgun fékk 3. SLR heimsókn frá Slökkviliði Akureyrar. Tristan Ingi Gunnarsson hafði verið dreginn út fyrir rétt svör við
eldvarnagetraun Eldvarnaátaks 2010. Það er Landssamband Slökkviliðis- og sjúkraflutningamanna sem stendur fyrir þessari getraun. Hann fékk
viðurkenningarskjal ásamt ýmsum öðrum verðlaunum, m.a. walkman-spilara, yddara, penna, minnisblokk og boðskort í heimsókn á
slökkvistöðina fyrir hann og fjölskyldu sína og skoða og kynnast því sem gert er þar.
Einnig fengu allir í bekknum afhenda handbók heimilisins, Eldvarnir.
Myndir frá heimsókninni komnar hér.