Árshátíð 10. bekkjar var haldin 28. mars. Kvöldið hófst á því að starfsfólk þjónaði nemendum og gáfu þeim ljúffengt að borða og drekka. Að því loknu var húsið opnað fyrir 7. – 9. Bekki. Úrslit stuttmyndadaga voru kynnt og síðan byrjaði ballið. Það var mikið fjör og hér má sjá nokkrar myndir af kvöldinu.
Árshátíð 1. – 7. bekkjar var haldin í íþróttahúsinu miðvikudaginn 9. apríl en þá sýndu 1.LS, 2.VD, 4.AE, 5.AH, 6.KMÞ, 7.ÁEK og sérdeild og fimmtudaginn 10. apríl sýndu 1.TB, 2.SLR, 3.bekkur, 4.GS, 5.RK, 6.HJ og 7.ÍÓT. Glæsileg kaffisala 10.bekkjar var eftir báðar sýningar. Hér má sjá myndir 9.apríl og 10.apríl.
Skóla- og barnakór Giljaskóla og nemendur úr Tónlistarskólum bæjarins sungu og spiluðu á tvennum tónleikum í sal Giljaskóla föstudaginn 11. apríl fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Mjög efnilegir listamenn þar á ferð. Hér má sjá myndir af þeim viðburði.