Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Þann 27. júní var boðað til samkomu í Menningarhúsinu Hofi af skólanefnd Akureyrarbæjar, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. (Á akmennt.is má sjá hverjir hlutu þessar viðurkenningar). Þetta er í fjórða sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.

Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi.  Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og miðstöðvar skólaþróunar HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 20. júní síðastliðinn.