Það eru bæði kostir og gallar við Giljaskóla en einn gallinn er þessi sem ég ætla að fjalla um í greinini hér fyrir neðan. Mig langar til að fjalla um þyngd skólataska á unglingastigi, þungar skólatöskur geta farið mjög illa með ófullþroskuð bök eins og sjúkraþjálfarar segja í þessum orðum „mjög oft sjást börn með þungar skólatöskur ganga hokin og með framdregnar axlir. Þetta getur smám saman leitt til verkja í herðum og baki, sem er oftast byrjun stoðkerfisvandamála síðar á ævinni. Að vera með þunga tösku eða vera með hana á vitlausan hátt getur valdið sársauka og vöðvabólgu“ .Það getur líka verið vont vegna þess þegar krakkar sem æfa kannski miklar íþróttir eru alltaf með vöðvabólgu og bakverki .Ég veit að flestir kennarar eru sammála því en segja alltaf að það finnist ekki pláss. Það er líka hægt að spyrja sjálfan sig:Er hægt að búa til pláss?það væri t.d hægt að rífa niður fatahengin fyrir utan stofurnar á unglingastigi eða setja hjá stiganum sem er á annarri hæð og leiðir upp á þá þriðju. Eins og ég sagði er ekki nauðsynlegt að hafa skápa nema við viljum hafa krakka með skemmd og hokin bök í skólanum. Það getur nefnilega líka haft áhrif á lærdóm nemenda. þeir gætu farið að kvarta undan bakverkjum og þurft að fara heim og misst þá úr skóla sem er ekki gott á unglingastigi. Stólarnir styðja ekki við bakið og eru stundum hærri en borðið sjálft. Getur það farið enn verr með bakið þó að það hafi kannski ekki gerst ennþá. Það gæti þó farið að gerast ef þessu skipulagi verður ekki breytt fljótlega. Það er alveg fínt að skipuleggja töskuna á morgnana og taka þær bækur sem þarf fyrir daginn. Ég held að það séu samt svolítið margir sem fara ekki eftir því. Þú ert einfaldalega hrædd(ur) um að verða of sein(n) eða gleyma bókum sem gæti dregið þig niður um einkunn. Þetta er vandmál sem þarf að leysa sem fyrst. Ein besta lausnin er sú að koma upp skápum. Þeir þurfa ekki að vera stórir né dýrir en það myndi minnka líkur á bakmeiðslum. það væri einfaldlega líka bara gaman að hafa skápa. Vilji er allt sem þarf!
Embla Blöndal Ásgeirsdóttir 8. RK