Vinaljóð

Nemendur í 1.-7. bekk eru að læra lagið/ljóðið "Vinaljóð" í tónmennt með von um að efla vináttu og skapa umræðu.

Vinaljóð

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekkert að gefa þér,
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Höf.: Hjálmar Freysteinsson
(lag: frá Álandseyjum  „Hvem kan segla?“)