Vorhátíð 5.bekkjar og elstu barna á Tröllaborgum

Þar sem við höfum verið að hitta elstu börnin á Tröllabogum núna á vorönn ákváðum við í 5.bekk að bjóða þeim til okkar á vorhátíð. Þau börn sem koma frá Tröllaborgum í 1. bekk næsta haust verða vinabekkurinn okkar á næsta skólaári. Börnin í 5.bekk útbjuggu skemmtilegan ratleik bæði inni og úti þar sem markmiðið var að kynna fyrir Tröllaborgarbörnum umhverfi skólans, hvar skólahjúkrunarfræðingurinn er staðsettur, myndmenntastofu, handmenntastofu, smíðastofu, fótboltavöllurinn, einmanasólin og margt fleira, auk þess sem öllum fannst þetta mjög skemmtilegt. Eftir að ratleiknum lauk, þá kveiktum við upp í grillinu og buðum upp á pylsur, safa og svo ís á eftir. Meðfylgjandi myndum var smellt af á þessum skemmtilega skóladegi