Bolla - Bolla - Bolla - fjáröflun hjá 10. bekk

Bolludagurinn er mánudaginn 27. febrúar og munu nemendur í 10.bekk að því tilefni selja nemendum skólans bollur til styrktar útskriftarferðalagi í vor.

Bollurnar sem hægt er að velja um eru:

  • Gerbollur með súkkulaði eða karamellukremi, sultu og rjóma
  • Vatnsdeigsbollur með súkkulaði eða karamellukremi, sultu og rjóma.
  • Berlínarbollur

Verð:

  • Gerbollur 400 kr.
  • Vatnsdeigsbollur 400 kr.
  • Berlínarbollur 250 kr.

Nemendur í 1.-4 bekk og í sérdeild fengu blað í dag mánudag þar sem hægt er að velja bollur. Nemendur í 5.-10. bekk fengu kynningu í bekkjum og geta pantað bollur hjá umsjónarkennurum.

Skila þarf blöðum á miðvikudag 22. febrúar til umsjónarkennara ásamt peningi fyrir bollunum.

Nemendur í 1.-4 bekk fá bollurnar afhentar í heimastofum á bolludaginn.  5. - 10.bekkur sem fær þær afgreiddar í matsalnum.

Vinsamlegast fyllið út pöntunarseðilinn, klippið hann út og sendið með barninu á þriðjudag eða miðvikudag. Ekki verður hægt að panta bollur eftir miðvikudaginn 22. feb.

Þökkum stuðninginn, 10. bekkur