Foreldrafulltrúar 9. bekkjar efndu til ferðar með sinn hóp
17.09.2009
Boðið var uppá sjóstöng eða dekur. Hér fara eftir frásagnir nemenda:
Andlitsdekur: Byrjað var á súkkulaðimaska svo nuddaði hver fyrir sig heitum steinum um allt andlit. Maskinn var þrifinn af og við hvíldum
húðina í smá stund og fengum okkur smá gotterí að borða. Síðan var annar góður maski til að hreinsa húðina betur og
nudduðuðm við húðina með ísköldum steinum til að þrengja æðarnar aftur eftir heitu steinana. Notuð var Jojoba olía til að
taka maskann af og við enduðum á rakakremi. Að lokum voru hendur mýktar með salti frá Himalayafjöllunum. Allir skemmtu sér vel og ekki skemmdi fyrir
að hafa strák í hópnum.
Sjóstöng: Við mættum öll í skólann og röðuðm okkur í einkabíla og keyrðum út á Hauganes. Þar
beið okkar bátur sem heitir Niels Jónsson. Við sigldum út á sjó og stoppuðum rétt hjá Hrísey og leyfðum
veiðistöngunum að flakka. Eftir stutta stund kom fyrsti fiskurinn sem Halldór Kristinsson veiddi. Það mokfiskaðist og sá stærsti var meira en 1 metri
að lengd og landaði Björk honum. Eftir langan tíma með sjóstöngina var siglt heim á leið og boðið var uppá svala, kleinur og kringlur
á leiðinni. Stefnt var að hvalaskoðun, það sást til hvals en hann var of langt í burtu og ekki tími til að elta hann. Þegar við komum
í land hittum við dekurhópinn í heilsustöðinni. Þar biðu okkar pylsur, svali og kitkat.
Eftir vel heppnaða viðburði viljum við þakka fyrir okkur. Vilhjálmur, Pollý, Júlía, Hafþór, Ásta og Jóhanna, takk fyrir
yndislegan dag.