PMT foreldrafærninámskeið (Parent Management Training) hefst í mars.
Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Um er að ræða átta vikna námskeið foreldrahópa, einu sinni í viku.
Námskeiðið fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu til að efla stuðnings- og nærþjónustu við börn með ADHD greiningu.
Sótt er um á tilvísanaeyðublöðum skólateymis Fjölskyldudeildar.
Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða í tölvupósti: thuridur@akureyri.is