Fréttir

Litlu jólin í Giljaskóla

Litlu jólin okkar verða föstudaginn 17. desember. Vegna aðstæðna verða þau með öðru sniði en við erum vön. Nemendur mæta kl. 9.00 og umsjónarkennarar halda utan um jólasamverustund þar sem nemendur geta horft á helgileik 6. bekkjar og tekið þátt í rafrænum fjöldasöng. Litlu jólunum lýkur um 10.30 og Frístund tekur þá við þeim börnum sem þar eru skráð.
Lesa meira

Jólafatadagur á föstudaginn

Næstkomandi föstudag, 10. desember, ætlum við í Giljaskóla að hafa jólafatadag og gaman væri ef nemendur kæmu í jólapeysum, jólasokkum, jólakjólum eða með jólasveinahúfur. Það er ekki verið að tala um spariföt og þetta er að sjálfsögðu val. Höfum gaman í skólanum á aðventunni!
Lesa meira

Endurbætur á poolborði

Mikil gleði ríkir meðal margra nemenda unglingastigs í dag en loksins var hægt að opna poolborðið okkar aftur eftir miklar endurbætur. Nýr dúkur var settur á borðið, nýir kjuðar keyptir og nýjar kúlur. Nemendur unglingastigs aðstoðuðu við uppgerðina undir stjórn Gumma smíðakennara, sem fær ásamt þeim nemendum, okkar bestu þakkir. Við í Giljaskóla erum afskaplega glöð að geta boðið unglingastiginu okkar upp á þessa afþreyingu og er borðið mikið notað við hvert
Lesa meira

Leikskáld í Giljaskóla

Leikverk eftir þær Bergrós Níelsdóttur og Kolfinnu Stefánsdóttur nemendur í 8. bekk Giljaskóla var frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 17. nóvember síðastliðinn. Kolfinnu og Bergrós var að sjálfsögðu boðið á sýninguna þar sem þær voru klappaðar upp og afhent rósir í lok verksins eins og siður er í leikhúsinu. Tildrög þessa skemmtilega viðburðar má rekja til þess að þær vinkonurnar sömdu leikritið ,,Undarlega eikartréð” þegar þær voru í 6. bekk og sendu inn í samkeppnina ,,Sögur”. Sögur eru samstarfsverkefni margra stofnana sem eiga það sameiginlegt að vinna að barnamenningu og sköpun. Tilgangur verkefnisins
Lesa meira

Brauðstrit 10. bekkinga

Nemendur í 10. bekk vinna þessa dagana verkefni þar sem þau fá smjörþefinn af daglegu amstri fólks þegar kemur að persónulegum fjármálum. Árganginum hefur verið skipt í sjö hópa og fékk hver hópur útdeilt sinni fjölskyldu. Fjölskyldurnar eru allar mismunandi (t.d. fjöldi barna eða flækjustig varðandi búsetu þeirra). Verkefnalýsingin felur í sér að nemendur eiga að reikna útborguð laun og húsnæðiskostnað, finna hvort fjölskyldan eigi rétt á barnabótum, meðlagi eða húsnæðisbótum, finna út úr kostnaði við tómstundir barna og gæludýrahald og ýmislegt sem fólk þarf að hafa í huga um hver mánaðarmót. Þau þurfa svo að komast að því hvort endar nái saman og gera ráðstafanir ef upp á vantar eða varðandi hvað á að gera við afgang ef einhver er. Það er eitthvað dásamlegt við að heyra krakkana ræða sín á milli um þessi mál, þau læra heilmikið, vinna vel saman og læra að taka tillit hvert til annars. Setning vikunnar er án efa: „Við höfum ekkert efni á þessu. Við verðum að fá okkur einhverja kvöldvinnu… nei þá þarf að redda pössun fyrir krakkana, þau eru svo lítil.”
Lesa meira

Gegn kynbundnu ofbeldi

Stelpur á unglingastigi í Giljaskóla sýndu samstöðu sína gegn kynbundnu ofbeldi með táknrænum hætti í dag https://www.youtube.com/watch?v=NanuaSKJrI8
Lesa meira

Kosningar í 7. bekk

Síðustu vikur hefur 7. bekkur verið að kynna sér lýðræði og kosningar. Búnir voru til sex stjórnmálaflokkar sem hver og einn fékk sinn kjörstaf, hannaði sitt merki og stefnuskrá. Haldnir voru framboðsfundir og pallborðsumræður þar sem flokkar og stefnuskrá voru kynnt. Samhliða þessari vinnu kynntum við okkur það framboð sem í boði er og tóku nemendur einnig afstöðu til þeirra flokka með kosningu. Þetta var hin skemmtilegasta vinna og greinilegt að nemendur höfðu bæði gagn og gaman af.
Lesa meira

Valgreinar hefjast á miðstigi

Í dag fór af stað kennsla í valgreinum hjá 5. - 7. bekk. Það eru umsjónarkennarar stigsins sem bjóða upp á valið ásamt öðrum kennurum og samstarfsaðilum. Hver valgreinalota stendur yfir í 5 vikur og fer kennsla fram í tvöfaldri kennslustund eftir hádegi á fimmtudögum. Stefnt er að 4-5 valgreinalotum yfir skólaárið. Í fyrstu valgreinalotunni er áhersla lögð á að bjóða upp á mikla útiveru og hreyfingu og mun framboðið taka breytingum á skólaárinu. Markmið með því að bjóða upp á val á miðstigi er: að gefa nemendum tækifæri til að velja sér áhersluþætti í skólastarfinu. að auka blöndun milli árganga og gefa nemendum þannig tækifæri til að opna á félagsleg tengsl. að gefa nemendum tækifæri á að dýpka þekkingu sína og víkka sjóndeildarhringinn í samræmi við áhuga þeirra. að efla vinnugleði, gefa nemendum kost á að velja sér viðfangsefni og auka þannig lýðræði í skólastarfi. Fyrsti valtíminn fór mjög vel af stað, enda veðrið gott og nemendur afar spenntir og jákvæðir fyrir þessari nýbreytni. Hér er hægt að skoða valsíðuna, en hún verður uppfærð áður en val fyrir næstu lotu hefst. Nemendur hafa fengið tækifæri til að koma með tillögur að valgreinum og munu kennarar skoða þær vandlega áður en undirbúningur fyrir næstu lotu hefst.
Lesa meira

Hvalaþema í 4. bekk

Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur í 4. bekk verið að læra um hvali í Byrjendalæsi samþætt við aðrar námsgreinar. Unnin hafa verið verkefni tengd markmiðum í ýmsum námsgreinum og mikil skapandi vinna farið fram. Nemendur hafa smíðað sér hvalasmjörhníf í smíðum og málað skuggamyndir af hvölum í sjónlistum. Nemendur hafa aflað sér allskyns upplýsinga og útbúið veggspjöld sem þeir munu kynna í dag, föstudag. Tæknin hefur að vanda verið mikið nýtt. Áhugi nemenda á viðfangsefninu hefur verið mikill og skilað það magnaðri vinnu. Hvalirnir munu prýða ganga skólans okkur til yndisauka.
Lesa meira

Hvatningarátakið Göngum í skólann hefst á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 8. september, hefst hvatningarátakið GÖNGUM Í SKÓLANN. Við erum búin að skrá okkur til leiks og þar sem við erum heilsueflandi skóli viljum við hvetja foreldra, nemendur og starfsfólk til virkrar þátttöku. Ýmis fræðsla og hvatning fer fram í skólanum en við hvetjum foreldra til að nýta tækifærið til að hvetja börnin til að koma með virkum hætti í skólann, þ.e.a.s. gangandi, hjólandi eða með strætó. Einnig gefur þetta gott tækifæri til umferðarfræðslu, en í því skyni bendum við á fræðsluefni á umferd.is Þá geta foreldrar geta nýtt hvatninguna til að ganga og hjóla með börnunum um nærumhverfið, til að kynnast skemmilegum leiðum og stígum. Eins getur verið gaman og fróðlegt að fara í strætóferðir um bæinn í þeim tilgangi að hvetja börnin til að nýta sér þessar fjölbreyttu leiðir til að komast á milli staða í framtíðinni. Nýtum okkur þetta tækifæri til að auka fræðslu og hreyfingu. Áfram Giljaskóli!
Lesa meira