Fiðringur

Nokkrir nemendur Giljaskóla tóku þátt í undankeppni Fiðrings í Tjarnaborg á þriðjudagskvöldið. Magnað og áhrifaríkt atriðið Giljaskóla komst áfram og mun keppa til úrslita ásamt Glerárskóla, Grunnskóla Fjallabyggðar, Þelamerkurskóla, Borgarhólsskóla, Oddeyrarskóla, Brekkuskóla og Síðuskóla. Svona atriði krefst þrotlausrar vinnu þátttakenda, stelpurnar hafa lagt nótt við nýtan dag ásamt Sigríði Aðalsteinsdóttur kennara - og árangurinn eftir því.

Úrslitakeppnin verður í Hofi þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20:00. Búið er að opna fyrir almenna sölu á efra svæði - hér er tengillinn: Fiðringur - almenningur https://tix.is/is/mak/event/15340/fi-ringur-2023/

Nánar má lesa um Fiðring á fb og á akureyri.net 

Við óskum þátttakendum Giljaskóla innilega til hamingju með atriðið sitt og góðs gengis á þriðjudaginn. 

Áfram Giljaskóli!