20.12.2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
06.12.2024
Góð þátttaka í lestrarátaki
Nemendur skólans hafa nýtt síðustu tvær vikur til að leggja enn frekari rækt við lesturinn. Eftir hvern lestur skráðu nemendur þær mínútur sem þeir lásu og lituðu einn tetris kubb. Í heildina lásu nemendur um 74 þúsund mínútur. Hér má sjá súlurit þar sem sést lestur hvers stigs.
Lesa meira
02.12.2024
Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Af því tilefni hópuðust nemendur og starfsfólk saman í íþróttahúsið, hlustuðum saman á setningu og sungu saman ,,Húsið og ég" eftir að hafa hlustað á fluttning Helga Björnssonar á laginu.
Lesa meira
29.11.2024
Hátíðardagskrá í tilefni að Degi íslenskrar tónlistar var haldin í Hörpu í morgun 29. nóvember kl. 10:00. Af því tilefni fóru allir árgangar í Giljaskóla sem voru í húsi niður í íþróttahús, hlustuðu á Helga Björnsson flytja lagið ,,Húsið og ég" , af því loknu var samsöngur þar sem allir tóku vel undir.
Lesa meira
18.11.2024
Giljaskóli hefur fengið prufuaðgang að heimalestursappinu Læsir og ætlar að prófa notkun á því með foreldrum á yngsta stigi (1.-4.bekkur).
Læsir á að koma í staðinn fyrir hina hefðbundnu skráningu á heimalestri þar sem nemandi hefur gengið á milli heimilis og skóla með ákveðið hefti þar sem foreldri hefur kvittað fyrir heimalestri barnsins. Þessi aðferð er barns síns tíma og teljum við betra að færa okkur yfir í rafræna skráningu til að halda betur utan um lestur nemenda.
Lesa meira
14.11.2024
Helperbird er ný viðbót fyrir vafra og snjalltæki sem gerir nemendum kleift að gera lestrar- og námsferli aðgengilegra fyrir alla nemendur í Akureyri, bæði í heimanámi og í skólastofunni. Viðbótin hefur nú verið gerð aðgengileg öllum nemendum í sveitarfélaginu.
Lesa meira
13.11.2024
Föstudaginn 15. nóvember hefst lestrarátak í Giljaskóla og stendur í tvær vikur eða til 29. nóvember. Markmiðið er að auka lestur á meðal nemenda í skólanum.
Lesa meira
18.10.2024
Þemadagar í Giljaskóla
Þemadagar fóru fram í Giljaskóla dagana 17. og 18. október. Réttindaráð Giljaskóla ákvað að þemað í ár væri ,, göldrum fram góðmennsku“ með Harry Potter ívafi. Allir árgangar skólans unnu saman á 16
Lesa meira