Fréttir

Innritun í grunnskóla Akureyrarbæjar haustið 2024

Í febrúar fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar haustið 2024. Sótt er um grunnskóla í þjónustugátt Akureyrarbæjar en með því að smella hér er hægt að komast beint inn í umsóknarformið.
Lesa meira

Ída Kolbrá 8.bekk vann til verðlauna

Félag Sameinuðu Þjóðanna endurvakti samkeppni meðal ungmenna um tillögur til að lýsa því hvernig Heimsmarkmiðin stuðla að mannréttindum og friði á jörðinni. Ída Kolbrá var meðal sigurvegara og tók á móti viðurkenningu við athöfn í Húsi Mannréttinda þann 29. janúar. Hún sendi inn smásögu en sagan hennar hreyfði við öllum í dómnefnd fyrir frumleika og djúpt innsæi. Í dómnefnd voru:
Lesa meira

Gjöf til skólans

Þessi fallegi Lómur hefur bæst í safnið okkar. Þiðrik færði okkur þessa gjöf og þökkum við honum kærlega fyrir. Þess má geta að staðsetning á þessum dýrum er á annarri hæð hjá bókasafninu.
Lesa meira

ABC börnin okkar

Hér má sjá jólakort sem við fengum frá Ibrahim og Traliu.
Lesa meira

Réttindaskóli Unicef

Fyrir þremur árum varð Giljaskóli Réttindaskóli Unicef. Í dag tók skólinn við viðurkenningu frá Unicef fyrir að standast endurmat sem gildir til 2026. Hópur nemenda sem situr í réttindaráði skólans skipulagði viðburðinn. Þau fluttu stutt ræðukorn, boðið var upp á tvö tónlistaratriði frá nemendum og fulltrúar Unicef á Íslandi veittu okkur að lokum viðurkenningu. Af þessu tilefni var boðið upp á ís í eftirrétt eftir hádegismatinn.
Lesa meira

Gjöf til skólans

Fengum þennan flotta uppstoppaða Spóa að gjöf frá Þiðrik og þökkum við honum kærlega fyrir.
Lesa meira

Útivistardagur 31. ágúst

Dagskráin:
Lesa meira

6. bekkur á Húna

Nemendur í 6. bekk fór í vettvangsferð á sjó á bátnum Húna II. Það eru Hollvinir Húna II. sem standa að ferðunum í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fræðslusvið Akureyrarbæjar. Nemendur fengu að kynnast sjávarútveginum og fræðast um lífríki sjávar á metnaðarfullan hátt, ásamt sögufræðslu um bátinn og ströndina. Nemendur fengu að sjá gömul veiðarfæri og önnur tilheyrandi tól og sagt frá notkun þeirra. Einnig heimsóttu þau skipstjórann í brúnni sem fræddu þau um stjórnun og siglingatæki skipsins. Mjög skemmtilegur dagur í góðu veðri.
Lesa meira

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Giljaskóla fyrir nemendur í 2. - 10. bekk verður í íþróttasal Giljaskóla þriðjudaginn 22. ágúst kl. 9:00. Gert er ráð fyrir að skólasetning taki hálfa til eina klukkustund. Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir. Nemendur 1. bekkjar og foreldrar þeirra verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum 22. og 23. ágúst. Frístund opnar kl. 9:30 á skólasetningardag fyrir þa
Lesa meira