Fréttir

13.02.2025

Þorrablót hjá 2. bekk.

Í dag var haldið þorrablót í 2. bekk. Nemendur komu með ýmsar kræsingar að heiman á þorrablótið.
10.02.2025

Skráning í nemendastýrð foreldraviðtöl

Sæl og blessuð Í dag mun opna fyrir skráningu í nemendastýrð foreldraviðtöl á Mentor (flísin foreldraviðtöl) og lokar fyrir skráningu 14. febrúar. Að gefnu tilefni, langar okkur að biðja ykkur að gefa foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum forgang í að skrá í dag og þeir sem eiga eitt barn geti þá byrjað að skráð á morgun. Með fyrirfram þökkum, Stjórnendur Giljaskóla
05.02.2025

Veðurviðvörum 6. feb.

Rauð veðurviðvörun skellur á hér á Akureyri kl. 10 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, og stendur til um kl. 16. Verst verður veðrið á Tröllaskaga (þar sem skólahaldi hefur verið aflýst) en áhrifa mun gæta hjá okkur á Akureyri. Eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir að leik- og grunnskólar Akureyrarbæjar verði opnir, en skv. verklagsreglum okkar (sjá viðhengi) verða foreldrar að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það í síma eða með tölvupósti til skólans.