01.01.2021
Kæra skólasamfélag Giljaskóla
Við sendum okkar bestu nýjárskveðjur og hlökkum til samstarfsins á nýju ári!
Þann 21. desember kom út ný reglugerð um skólahald og í henni segir að hefja megi skólastarf í grunnskólum samkvæmt stundaskrá eftir áramótin. Við munum hefja skólann þann 5. janúar samkvæmt stundaskrá, allir mæta kl. 8.10 og ganga inn um sinn venjulega inngang. Stefnt er að því að valgreinar á unglingastigi byrji 11. jan.
Þann 4. janúar er skipulagsdagur.
Við vonum svo sannarlega að nýtt ár 2021 færi okkur okkur öllum gæfu og gleði!
Lesa meira
10.12.2020
Foreldrafélag Giljaskóla gaf skólanum nýlega styrk til að kaupa búnað fyrir hlaðvarpsgerð nemenda (podcast). Styrkurinn var nýttur í að kaupa þann búnað sem til þurfti og hefur þetta vakið mikla lukku. Bæði kennarar og nemendur hafa verið duglegir að nýta sér aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp til að nýta í kennslu og til að skila verkefnum. Við erum foreldrafélaginu afar þakklát fyrir þetta frábæra framtak. Það er nauðsynlegt að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttum aðferðum til að miðla efni og þjálfist í að koma fram. Að hafa aðgang að hljóðveri gerir okkur kleift að nýta fleiri miðla við verkefnaskil og í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að nýta þetta til að gera kennsluefnið aðgengilegra fyrir nemendur, öllum til hagsbóta.
Lesa meira
10.12.2020
Foreldrafélag Giljaskóla gaf á dögunum skólanum styrk til að kaupa búnað fyrir hlaðvarpsgerð nemenda (podcast). Styrkurinn var nýttur í að kaupa þann búnað sem til þurfti og hefur þetta vakið mikla lukku. Bæði kennarar og nemendur hafa verið duglegir að nýta sér aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp til að nýta í kennslu og til að skila verkefnum og erum við afskaplega þakklát fyrir þetta frábæra framtak. Það er nauðsynlegt að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttum aðferðum til að miðla efni til annara og þjálfist í að koma fram. Að hafa aðgang að hljóðveri gerir okkur kleift að nýta fleiri miðla við verkefnaskil og í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að nýta þetta til að gera kennsluefnið aðgengilegra fyrir nemendur, öllum til hagsbóta.
Lesa meira
01.12.2020
Nú hefur heilbrigðisráðherra gefið út að sóttvarnarráðstafanir verði óbreyttar til 9. desember.
Við höldum því okkar fyrirkomulagi hér í Giljaskóla þangað til. Stundatöflur nemenda á unglingastigi eru aðgengilegar á heimasíðu skólans undir heimaskóli.
Áfram munum við bjóða upp á mat og mjólkuráskrift fyrir nemendur í 1. - 7. bekk.
Við leggjum okkur fram um að skapa gleði og góða stemningu hér í skólanum og hugum áfram vel að sóttvörnum.
Saman klárum við þetta verkefni.
Lesa meira
20.11.2020
Nú færumst við nær því að skólastarfið komist aftur í hefðbundið horf. Þó þurfum við að halda út aðeins lengur eða fram til 2. desember og sjá þá hver fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda verða þá. Frá og með næsta mánudegi til og með 1. desember gerum við nokkrar breytingar á skipulaginu sem sjá má hér fyrir neðan:
Lesa meira
20.11.2020
Í dag, á alþjóðlegum réttindadegi barna, hlaut Giljaskóli viðurkenningu sem réttindaskóli UNICEF eftir rúmlega eins árs innleiðingarstarf. Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að halda upp á daginn á sal skólans eins og við hefðum helst kosið, en í staðinn var í hverjum bekk spilað stutt myndskeið með nokkrum orðum frá framkvæmdastjóra Unicef og skólastjóra. Unnin voru ýmis verkefni tengd barnasáttmálanum í öllum bekkjum. Fulltrúar nemenda í réttindaráði skólans fengu sérstaka viðurkenningu fyrir sín störf og allir árgangar fengu viðurkenningarskjal sem þeir skrifuðu undir. Loks var nemendum boðið upp á skúffuköku í tilefni dagsins.
UNICEF hefur verið duglegt að deila ýmsu sniðugu frá starfinu í Giljaskóla á samfélagsmiðlum sínum en instagram reikninginn þeirra má nálgast hér. RÚV kom einnig í heimsókn og tók upp myndskeið og myndir og tók viðtöl við nokkra nemendur í réttindaráði.
Við stjórnendur viljum þakka réttindaráði skólans og réttindaskólanefnd fyrir frábær störf í innleiðingarferlinu og við undirbúning þessa dags. Við gleðjumst sannarlega yfir þessum mikilvæga áfanga og vonum að starfshættir okkar munu bera merki réttindaskóla um ókomna tíð.
Lesa meira
18.11.2020
Þann 8. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti.
Af því tilefni nýttum við liðna viku til að vinna samkvæmt nýrri fræðsluáætlun okkar gegn einelti. Góð fræðsla eykur vitund barna um einelti og getur komið í veg fyrir að það eigi sér stað. Giljaskóli býr yfir góðri viðbragðsáætlun gegn einelti en það er alltaf markmið okkar að þurfa ekki að virkja hana.
Fræðsluáætlunin okkar gengur út á það að á þessum degi fái hver einasti árgangur skólans fræðslu sem miðar að aldri þeirra. Unnið út frá sögum, leikritum eða bíómyndum sem á einhvern hátt fjalla um samskipti og einelti. Við væntum þess að þessi viðbót komi sterk inn í forvarnarstarfið okkar.
Lesa meira
02.11.2020
Í gærkvöld birti heilbrigðisráðuneytið reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Í kjölfarið höfum við endurskoðað skipulag skólastarfsins frá og með þriðjudeginum 3. nóvember til og með 17. nóvember 2020. Við erum búin að skipta öllum skólanum í hólf/svæði og höfum eins lítil samskipti á milli svæða og við mögulega getum. Við getum vissulega nýtt okkur reynsluna frá því í vor þar sem við erum á svipuðum stað núna og við vorum í mars.
Lesa meira
01.11.2020
Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Giljaskóla
Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þetta er gert svo starfsfólk skólanna fái svigrúm til að endurskipuleggja skólastarfið og tryggja að sóttvarnir verði eins vandaðar og kostur er.
Þriðjudaginn 3. nóvember verður starf leik-, grunn og tónlistarskóla samkvæmt breyttu skipulagi og nýrri reglugerð um sóttvarnir í leik- og grunnskólum.
Nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forsjáraðila fyrir dagslok á morgun, mánudag.
Með kærri kveðju,
skólastjórnendur Giljaskóla
Kristín, Vala og Helga Rún.
Lesa meira
30.10.2020
Í framhaldi af upplýsingafundi stjórnvalda í dag um frekari takmarkanir í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19 má búast við breyttu fyrirkomulagi á skólastarfi eftir helgi. Við munum endurskipuleggja skólastarfið í samræmi við nýja reglugerð um skólastarf sem von er á um helgina.
Þið fáið upplýsingar um fyrirkomulagið framundan um leið og það liggur fyrir, trúlega seinnipartinn á sunnudag.
Nú þurfum við halda í bjartsýnina og klára þetta í sameiningu.
Með kærri kveðju frá skólastjórnendum í Giljaskóla,
Kristín, Vala og Helga Rún
Lesa meira