Fréttir

FRESTAÐ Árshátíð unglingastigs - Stuttmyndasýning

Í ljósi aðstæðna hefur kvöldverði (10. bekkjar), afhendingu stuttmyndaverðlauna og árshátíðarballi sem átti að vera í kvöld verið frestað um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Verkfalli aflýst

Kjölur var meðal þeirra stéttarfélaga sem skrifaði undir samninga laust fyrir miðnætti. Verfalli var þar með aflýst. Skólahald og ferliþjónusta verður því með eðlilegum hætti í dag.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri

Þar sem búið er að staðfesta COVID-19 smit á Íslandi viljum við benda á viðbragðsáætlun Giljaskóla við heimsfaraldri. Þar sem þessar fréttir geta valdi ótta og kvíða hjá börnum viljum við minna á að ræða þessi mál af yfirvegun við þau. Við munum halda okkar striki og reiknum með óbreyttu skólahaldi nema að yfirvöld mælist til um annað. Nemendur mega þó búast við að kennarar verði duglegir að minna þau á handþvott og annað sem hindrar smit.
Lesa meira

Árshátíð unglingastigs - Stuttmyndasýning

Stuttmyndasýning 3. mars í íþróttahúsinu. Sjö stuttmyndir byggðar á handritum nemenda verða sýndar. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti. Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Miðasala verður við innganginn í íþróttahúsinu. Það er ekki posi á staðnum. Sjoppa verður opin.
Lesa meira

Styrkur

Sjónlistakennari Giljaskóla, ásamt sjónlistakennurum Naustaskóla og Grenivíkurskóla, sótti um styrk vegna Barnamenningarhátíðar nú í vor. Verkefnið sem um er að ræða er listasýning sem unnin er út frá sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Hlaut verkefnið styrk og mun hluti nemenda skólans taka þátt í að útbúa verk á sýninguna. Opnun sýningarinnar verður auglýst síðar ásamt
Lesa meira

Fulltrúar Giljaskóla í stóru upplestrarkeppninni

Síðastliðinn þriðjudag, 25. mars, var lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar haldin í Giljaskóla. Tíu nemendur úr 7. bekk kepptu á sal skólans um sæti í lokahátíðinni sem haldin verður í Kvosinni í MA miðvikudaginn 4. mars. Nemendur lásu samfelldan texta úr barnabókinni Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson sem gefin var út 2019 (og hlaut íslensku barnabókaverðlaunin) og ljóð eftir Ásdísi Þulu Þorláksdóttur úr bókinni Sólstafir sem gefin var út 2019. Allir nemendur stóðu sig mjög vel en þeir nemendur sem valdir voru til þátttöku á lokahátíðinni eru Heiðar Kató Finnsson og Emma Arnarsdóttir. Varamaður er Arna Dögg Kristinsdóttir.
Lesa meira

Nemendum boðið á skíði og sund í vetrarfríinu

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri frítt í sund og á skíði. Miðvikudaginn 26. febrúar, fimmtudaginn 27. febrúar og föstudaginn 28. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar á Akureyri farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli og í sundlaugar Akureyrar án endurgjalds. Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar VMA og MA framvísa nemendaskírteinum. Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í skíðalyfturnar, kortin fást í afgreiðslu Hlíðarfjalls.
Lesa meira

Skíðadagur í Hlíðarfjalli á morgun, 18. febrúar

Við minnum á að á morgun, þriðjudaginn 18. febúar, verður skíðadagur í Hlíðarfjalli. Við biðjum foreldra um að kynna sér það skipulag sem sent hefur verið heim og sjá til þess að krakkarnir komi vel búnir og nestaðir.
Lesa meira

Fjör hjá 5. bekk

5.bekkur ákvað að nýta sér veðrið og skella sér í Vættagilsbrekkuna að renna. Mikið fjör og mikið gaman. Hvatning til allra í Giljaskóla að nýta helgina vel í hreyfingu.
Lesa meira

Skólahald með eðlilegum hætti á Akureyri

Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mjög slæmu veðri hér á Akureyri. Þó er vissara að hafa varann á og fylgjast vel með viðvörunum og tilkynningum á heimasíðu skólans og í tölvupósti.
Lesa meira