26.05.2020
Næstkomandi föstudag ætlum við að taka þátt í UNICEF hreyfingunni. Markmið UNICEF-hreyfingarinnar er að fræða börn um réttindin í Barnasáttmálanum og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum um allan heim. Þá munu nemendur skólans hlaupa/ganga stuttan hring í hverfinu. Hver og einn nemandi fær heimspassa og í hann safnar hann límmiðum fyrir hvern hring sem farinn er. Samhliða geta nemendur safnað áheitum frá fjölskyldu og ættingjum fyrir hvern hring sem þeir hlaupa/ganga. Nemendur fá allir upplýsingabréf um viðburðinn ásamt áheitaumslagi. Áheitin eru algjörlega valkvæð og munu allir nemendur taka þátt í að fara hringinn og fá viðurkenningu á hverjum förnum hring.
Lesa meira
20.05.2020
Nemendaráð fór á stúfana og tók nokkur viðtöl við starfsmenn skólans. Hér má sjá þau með því að smella á nöfnin
Lesa meira
20.05.2020
Í apríl var hreyfiáskorun í 6. bekk. Nemendur voru hvattir til að ganga, hlaupa eða hjóla og safna kílómetrum til að komast saman í kringum Ísland. Þess má geta að hringvegurinn (þjóðvegur 1) er 1322 km en gerðu nemendur gott betur en það og fóru þeir samtals 1561 km. Hér má sjá árangur nemenda.
Lesa meira
03.04.2020
Við í Giljaskóla höfum verið að styrkja tvö börn í mörg ár. Eftir hverja söfnun hefur verið örlítill afgangur sem hefur safnast upp á reikning hjá okkur. Hugmyndir höfðu verið uppi um að styðja betur við ABC og nú kemur hann sér vel og ætlum við að nota hann til að leggja ABC lið með 50.000 króna framlagi til kaupa á matarpökkum handa fjölskyldum barna á vegum ABC sem eru verst stödd. Sá hópur sem verður hvað verst úti eru þeir sem búa við viðvarandi skort, þar á meðal eru fjölskyldur barna sem eru í skólum á vegum ABC barnahjálpar í Afríku og Asíu, en skólum hefur víðast hvar verið lokað.
Hér er hægt er að lesa nánar um söfnun ABC vegna COVID 19.
Lesa meira
02.04.2020
Nú styttist í páskafrí hjá nemendum. Nauðsynlegt er að allir hafi nóg fyrir stafni á þessum sérkennilegu tímum og sinni fjölbreyttum og nærandi viðfangsefnum. Við í Giljaskóla höfum verið að vinna mikið með lestur og lesskilning í vetur og viljum við hvetja nemendur til að vera duglegir að lesa í páskafríinu. Einnig minnum við á mikilvægi foreldra og annarra fjölskyldumeðlima við að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum. Því er kjörið að fjölskyldur taki höndum saman, virki keppnisskapið og skrái sig til leiks í verkefnið Tími til að lesa.
Hér má sjá myndband með Gunnari Helgasyni þar sem hann býður okkur landsmenn velkomin til þátttöku í verkefnið og hér er annað myndband þar sem Ævar vísindamaður mælir með góðri bók.
Lesa meira
31.03.2020
Skáksamband Íslands hefur ákveðið að blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur á Norðurlandi eystra. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Samskonar mót eru þegar hafin á höfuðborgarsvæðinu og væntanlega um allt land í þessari viku. Hugmyndin er að auka jákvæða og fjölbreytta afþreyingu fyrir nemendur nú meðan svo margt liggur niðri.
Öllum grunnskólanemum í bænum er heimil þátttaka í þessum mótum. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30 og stendur í klukkustund.
Þátttaka er einföld, en teflt er á netþjóninum chess.com.
Lesa meira
26.03.2020
Ábendingar hafa borist skólanum vegna fjölda barna sem safnast saman á sparkvöllinn við Giljaskóla seinni part dags. Af því tilefni viljum við vekja athygli á skilaboðum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis frá 20. mars 2020 um mikilvægi þess að forráðamenn barna dragi úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma meðan takmörkun á skólastarfi stendur. Sjá frétt hér fyrir neðan.
Við hvetjum ykkur eindregið til að gæta þess að nemendahópar séu ekki að blandast eftir skóla svo draga megi úr líkum á smitum.
Lesa meira
24.03.2020
Skipulag náms nemenda í 4. - 10. bekk hefur verið sett á vefsíðu, tengill á hana "Heimaskóli" er á heimasíðu skólans. Þessari síðu er ætlað auðvelda nemendum og foreldrum aðgengi að námsefni og upplýsingum.
Lesa meira
23.03.2020
Í ljósi nýjustu tilmæla Almannavarna þarf að endurskoða skipulag skólastarfs frá og með þriðjudeginum 24. mars. Sóttvarnir eru forgangsmál hjá öllum í samfélaginu og eiga þær við allsstaðar og alltaf. Hólfun skóla verður enn markvissari en verið hefur og tekið verður fyrir allan ónauðsynlegan samgang á milli þeirra hvort sem um nemendur eða starfsfólk er að ræða.
Nú er okkur gert að fækka í hópum eldri nemenda og skólar munu því vinna samkvæmt því sem hér segir:
- 1. - 4. bekkur verður áfram fram til hádegis í skólanum skv. sama skipulagi og verið hefur
- 5. - 7. bekk verður skipt í tvo hópa og mæta nemendur annan hvern dag samkvæmt nánara skipulagi sem ykkur berst frá hverjum skóla.
- 8. - 10. bekkur verður alfarið í heima- og sjálfsnámi með aðstoð kennara
Eindregin tilmæli eru um að þeir foreldrar sem eru heima yfir daginn og geta haft börn sín heima geri það. Það styrkir enn frekar sóttvarnir og auðveldar starfsfólki að halda uppi reglubundnu starfi.
Bestu þakkir fyrir ríkan skilning á stöðunni og það er gott að finna hvernig samtakamátturinn fleytir okkur áfram við aðstæður sem þessar.
Karl Frímannsson
sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar
Lesa meira
20.03.2020
Embætti landlæknis hefur tekið saman leiðbeiningar vegna barna í sóttkví.
Börn í sóttkví: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39957/B%C3%B6rn%20%C3%AD%20s%C3%B3ttkv%C3%AD.pdf
Börn með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví – leiðbeiningar til forráðamanna: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39958/B%C3%B6rn%20me%C3%B0%20s%C3%A9rt%C3%A6kar%20um%C3%B6nnunar%C3%BEarfir%20%C3%AD%20s%C3%B3ttkv%C3%AD.pdf
Gagnlegar upplýsingar um sóttkví og áhrif hennar á nemendur og starfsfólk skóla: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39942/Gagnlegar%20uppl%C3%BDsingar%20um%20s%C3%B3ttkv%C3%AD%20og%20%C3%A1hrif%20hennar%20%C3%A1%20nemendur%20og%20starfsf%C3%B3lk%20sk%C3%B3la.pdf
Þessar upplýsingar eru inn á síðu embættis Landlæknis hér: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/thad-sem-thu-tharft-ad-vita/
Einnig inn á síðu ahs.is undir „skólar“
Einnig er hér bréf til foreldra um börn í sóttkví á ensku. Einnig hægt að sjá hér: https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/03/Children-and-the-ban-on-gatherings-20.03.2020.pdf
Lesa meira