Fréttir

Göngum í skólann hvetur til umræðna um virkan ferðamáta

Í tengslum við verkefnið göngum í skólann eru nemendur hvattir til að nýta virkan ferðamáta í skólann.
Lesa meira

Giljaskóli er hnetulaus skóli

Í Giljaskóla eru nokkur börn með bráðaofnæmi fyrir hnetum og því mikilvægt að taka tillit til þeirra. Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða hnetur til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur eða snertingu við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur til að valda mjög slæmum og lífshættulegum ofnæmisviðbrögðum. Skólinn er því hnetulaus skóli frá og með mánudeginum 9.9 2019, sem þýðir að hvorki nemendur né starfsmenn koma með hnetur inn í skólann. Það sama gildir um t.d. bakkelsi á árshátíðum eða á bekkjarskemmtunum. Við biðjum foreldra um að gæta þess að börnin komi ekki með nesti sem inniheldur hnetur (t.d. jarðhnetur, heslihnetur, valhnetur, kasjúhnetur, pekanhnetur og möndlur). Dæmi um slíkt er: hnetujógúrt, abt-mjólk með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka, alls kyns orkustykki, flestar tegundir af Corny, sumt morgunkorn og fleira.
Lesa meira

Verkefnið Göngum í skólann hefst í dag

Giljaskóli er skráður til þátttöku í verkefnið Göngum í skólann sem hófst í dag, miðvikudaginn 4. september.
Lesa meira

Útivistardagur

Á morgun er útivistardagur í Giljaskóla og hafa kennarar skipulagt ýmist hjóla- eða gönguferðir.
Lesa meira

Giljaskóli settur 22. ágúst kl. 10

Kæru nemendur 2. - 10. b. og foreldrar / forráðamenn Giljaskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10:00. Við byrjum í íþróttasal skólans þar sem Kristín skólastjóri setur skólann. Síðan fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofur og eiga samtal um skólastarfið sem framundan er. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra hitta umsjónarkennara í samtölum 22. og 23. ágúst. Foreldrar munu fá bréf um það frá umsjónarkennurum.
Lesa meira

Giljaskóli hlaut styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Giljaskóli hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á menntun í upplýsingatækni og það að nýta möguleika tækninýjunga til að auka gæði náms nemenda skólans.
Lesa meira

Erasmus Plus verkefni í Giljaskóla

Á vordögum 2018 hlaut Giljaskóli styrk á vegum Erasmus Plus til tveggja ára vegna þátttöku í verkefni á þeirra vegum. Umsóknin var unnin af fjórum kennurum skólans, þeim Önnu Maríu Þórhallsdóttur, Astrid Hafsteinsdóttur, Söndru Rebekku og Sigrúnu Magnúsdóttur. Verkefnið sem sótt var um sneri að þátttöku á námskeiði í þvermenningarlegri verkefnastjórnun sem haldið var á Krít dagana 7. - 12. apríl 2019. Markmið námskeiðsins var að þjálfa verkefnastjóra yfir verkefnum á vegum Erasmus Plus og var Giljaskóli eini skólinn á Íslandi sem sótti um námskeiðið að þessu sinni.
Lesa meira

GILJASKÓLI OG NAUSTASKÓLI FYRSTU RÉTTINDASKÓLARNIR Á AKUREYRI

Réttindaskóli er hugmyndafræði sem UNICEF á Íslandi heldur utan um en þar er lögð áhersla á að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Nú á vordögum hófst undirbúningur vegna innleiðingar Réttindaskóla UNICEF á Akureyri og fyrstu skólarnir sem taka þátt eru Giljaskóli og Naustaskóli. Grunnforsendur Barnasáttmálans verða útgangspunktur í allri ákvarðanatöku í skóla- og frístundastarfi Réttindaskólanna. Framundan er skemmtileg vegferð skólasamfélagsins.
Lesa meira

Fræðsluráð afhendir viðurkenningar

Fræðsluráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Hofi, mánudaginn 27. maí, þar sem nemendum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi og starfi, skólaárið 2018-2019. Óskað var eftir tilnefningum frá skólasamfélaginu um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar. Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs, bauð gesti velkomna og kynnti atriði frá Tónlistarskólanum en það var Árni Dagur Scheving, nemandi í Tónlistarskólanum á Akureyri, sem lék á flygil Bohemian Rhapsody eftir Freddy Mercury. Að því loknu afhenti Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, viðurkenningar. Að dagskrá lokinni var gestum boðið að þiggja veitingar.
Lesa meira

Rafíþróttamót grunnskólanna á Akureyri

Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum. Í gegnum tíðina hefur þetta átt við þegar margar tölvur eru settar upp í sama rými og fólk keppist um að standa sig sem best. Þannig var t.d. heimsmeistaramótið í Atari leiknum Space Invaders árið 1980. Síðan þá hefur tækninni fleygt fram og tölvuleikir eru nú í dag að miklu leiti spilaðir í gegnum netið. Þetta nýja umhverfi hefur skapað mun betri aðstæður til samkeppni en áður, nú þarf ekki fjölmargar tölvur á einum stað heldur geta lið frá öllum heimshornum keppt á móti hvort öðru á netinu. Á síðustu 10 árum hafa vinsældir rafíþrótta vaxið mikið og nú í dag eru yfir 400 milljónir manna sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum og hafa stærstu viðburðirnir sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Sem dæmi má nefna að yfir 60 milljón manns fylgdust með úrslitaleik liðanna Royal Never Give Up og Kingzone Dragonx í League of Legends sumarið 2018. Það er þrefaldur fjöldi þeirra sem horfðu á úrslitaleik NBA deildarinnar árið 2017.
Lesa meira