23.10.2019
Í Giljaskóla starfar nemendaráð, sem samsett er af fulltrúum nemenda í 6. - 10. bekk.
Lesa meira
21.10.2019
Nú í haust hóf Giljaskóli þá vegferð að innleiða réttindaskóla og réttindafrístund UNICEF. Í stuttu máli er réttindaskóli og réttindafrístund, skóli sem gætir þess að barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna sé virtur í öllu starfi. Með því er starfsfólk skólans að mynda skjaldborg utan um börnin og gæta þess að þeirra réttindi séu virt og fræða þau um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta.
Upphafið að starfinu með börnunum voru þemadagarnir sem voru haldnir í síðustu viku en þemað var einmitt barnasáttmálinn. Þar var unnið mikið starf, bæði áhugavert og skemmtilegt.
Hluti af innleiðingarferlinu eru kannanir sem lagðar verða
Lesa meira
09.10.2019
Í dag og á morgun eru þemadagar hjá okkur. Giljaskóli er réttindaskóli Unicef og því eru dagarnir tileinkaðir fjölbreyttri vinnu með greinar barnasáttmálans.
Lesa meira
04.10.2019
Miðvikudaginn 2. október var opinn prjónatími hjá 4. bekk. Þá fengu allir nemendur í textílhópnum að bjóða einum fullorðnum með sér til þess að aðstoða sig við að læra að prjóna. Eftir að hafa glímt við prjónana í um klukkustund fengu allir hressingu bæði börn sem fullorðnir. Allir nutu samverunnar og ungu prjónararnir fóru úr tímanum glaði og stoltir af vinnu sinni. Þetta er fjórða árið sem þessi viðburður er haldinn og hefur gefið mjög góða raun. Markmið ..
Lesa meira
25.09.2019
Aðalfundur foreldrafélags Giljaskóla verður haldinn 2.október klukkan 19:30 í sal Giljaskóla
Lesa meira
12.09.2019
Í gær tóku nemendur og starfsfólk Giljaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ.
Lesa meira
10.09.2019
Ólympíuhlaup ÍSÍ (a.k.a. Norræna skólahaupið) hjá nemendum Giljaskóla, verður á morgun, miðvikudaginn 11.september 2019.
Aðaláherslan er að sem flestir hreyfi sig hvort sem gengið, skokkað eða hlaupið er !
Hringurinn sem farinn er, er 2,5 kílómetrar og hvetjum við starfsmenn að taka einnig þátt
Lesa meira
10.09.2019
Í tengslum við verkefnið göngum í skólann eru nemendur hvattir til að nýta virkan ferðamáta í skólann.
Lesa meira
08.09.2019
Í Giljaskóla eru nokkur börn með bráðaofnæmi fyrir hnetum og því mikilvægt að taka tillit til þeirra. Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða hnetur til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur eða snertingu við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur til að valda mjög slæmum og lífshættulegum ofnæmisviðbrögðum.
Skólinn er því hnetulaus skóli frá og með mánudeginum 9.9 2019, sem þýðir að hvorki nemendur né starfsmenn koma með hnetur inn í skólann. Það sama gildir um t.d. bakkelsi á árshátíðum eða á bekkjarskemmtunum.
Við biðjum foreldra um að gæta þess að börnin komi ekki með nesti sem inniheldur hnetur (t.d. jarðhnetur, heslihnetur, valhnetur, kasjúhnetur, pekanhnetur og möndlur). Dæmi um slíkt er: hnetujógúrt, abt-mjólk með hnetumúsli, brauð með hnetusmjöri, hnetur í poka, alls kyns orkustykki, flestar tegundir af Corny, sumt morgunkorn og fleira.
Lesa meira
04.09.2019
Giljaskóli er skráður til þátttöku í verkefnið Göngum í skólann sem hófst í dag, miðvikudaginn 4. september.
Lesa meira