15.05.2019
Hér má sjá skóladagatal fyrir skólaárið 2019 - 2020
Lesa meira
03.05.2019
Miðvikudaginn 15. maí kemur nýr skólastjóri til starfa við Giljaskóla. Það er Kristín Jóhannesdóttir sem verið hefur skólastjóri í Oddeyrarskóla síðast liðin ár.
Kristín tekur formlega við sem skólastjóri þennan dag en ég mun vinna með henni út skólaárið við að setja hana inn í mál og aðstoða eftir þörfum. Ég mun sjá um skólaslitin hér í Giljaskóla í vor og Kristín um skólaslitin í Oddeyrarskóla.
Þorgerður Guðlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri, hættir einnig nú í lok skólaársins og kveður þar með síðasti aðstoðarskólastjóri á Akureyri. Í öllum grunnskólum bæjarins verða þá skólastjórar og með þeim deildarstjórar þar sem annar er staðgengill skólastjóra. Vala Stefánsdóttir, deildarstjóri í Giljaskóla, verður deildarstjóri eldri bekkjardeilda og staðgengill skólastjóra í Giljaskóla. Nýr deildarstjóri yngri bekkjardeilda hefur verið ráðinn og tekur til starfa 1. ágúst 2019. Það er
Lesa meira
02.05.2019
Fimmtudaginn 2. maí ætlar 10. bekkur að halda náttfataball fyrir nemendur yngsta stigs frá kl. 17-18:30.
Nemendum er boðið að koma í náttfötum eða kósýgöllum og gera sér dagamun. Tónlist verður í salnum, nemendur 10. bekkjar stjórna leikjum og boðið verður upp á myndasýningu í Dimmuborgum fyrir þá sem vilja hafa það náðugra eða hvíla sig frá dansinum um stundarsakir.
Aðgangseyrir er 500 kr. Einnig verður sjoppa á staðnum og er eftirfarandi í boði:
Lesa meira
30.04.2019
Hvað er „skólaleikur“.
Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskólum bæjarins er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau kynnist skólahúsnæðinu, matsalnum, frístundinni, útisvæðinu o.fl.
„Skólaleikur“ er starfræktur í tvær vikur og hefst á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi. Opnunartíminn er frá kl. 7.45 – 16.15 og býðst foreldrum að velja um tvö tímabil frá 12. – 19. ágúst (6 dagar) eða alla 10 dagana þ.e. 6. – 19. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Gert er ráð fyrir að börnin ljúki leikskólagöngu sinni um sumarlokun leikskóla og stendur til boða að hefja „skólaleik“ í grunnskólanum sínum þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi*. Þeir foreldrar sem þurfa nauðsynlega á leikskóla að halda að loknu sumarleyfi leikskólans og fram að „skólaleik“, eru beðnir að snúa sér til
Lesa meira
15.04.2019
Þann 10. apríl var haldin hæfileikakeppni í Hofi þar sem 42 krakkar létu ljós sitt skína í 18 atriðum á sviðinu.
Sigurvegari var nemandi úr Giljaskóla, Matthildur Ingimarsdóttir, 10 ára, sem söng lagið "Scars to your beautiful".
Við óskum henni innilega til hamingju :)
Lesa meira
12.04.2019
Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í Hofi í gær, fimmtudagskvöldið 11. apríl. Markmið stuttmyndakeppninnar er að gefa ungu fólki tækifæri til að sýna list sína á sviði kvikmynda og keppa meðal jafningja til verðlauna. Keppnin er á vegum félagsmiðstöðvanna og Ungmennahúss. Hún var að þessu sinni haldin í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri og því var aldurstakmark þátttakenda 13-18 ára. Keppnin var einnig styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyjafjarðar.
Nemendur úr 9. RK í Giljaskóla urðu í 3. sæti, þær Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir, Agnes Vala Tryggvadóttir og María Björk Friðriksdóttir.
Stórglæsilegt og óskum við þeim innilega til hamingju !
Lesa meira
11.04.2019
Söfnunin Börn hjálpa börnum gekk vel í Giljahverfi. Krakkarnir í 5. bekk söfnuðu 98.698 krónum.
Takk fyrir góðar móttökur! Þessir peningar renna í til ABC barnahjálpar og fer allt söfnunarfé til byggingar skóla og heimila fátækra barna í þróunarlöndunum.
Lesa meira
08.04.2019
Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla á heimasíðu okkar www.heimiliogskoli.is
Annars vegar óskum við eftir tilnefningum til Foreldraverðlaunanna, en þar leitum við eftir góðum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla samstarf heimila og skóla og/eða samfélags með einhverjum hætti.
Einnig óskum við eftir tilnefningum í Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þar erum við að tala um einstaklingsviðurkenningu til einhvers sem hefur lagt mikið af mörkum til eflingar á samstarfi foreldra, skóla og samfélags.
Lesa meira
01.04.2019
Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í sjötta sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu þriðjudaginn 2. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu. Undanfarin ár hafa margir brugðið á það ráð að birta myndir á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blarapril sem hefur lífgað upp á daginn og hjálpað til við að breiða út boðskapinn.
Sem fyrr er það Blár apríl - Styrktarfélag barna með einhverfu sem að bláa deginum stendur. Markmið átaksins er að vekja athygli á einhverfu og safna fé til styrktar málefnum er varða börn með einhverfu. Öll starfsemi styrktarfélagsins er unnin í sjálfboðavinnu og allt styrktarfé rennur óskert til söfnunarátaksins.
Á fyrsta starfsári félagsins leiddi styrktarátakið til þess að hægt var að
Lesa meira
01.04.2019
Skólahreystikeppnin milli grunnskóla Akureyrar verður haldin í íþróttahöllinni við Skólastíg miðvikudaginn 3. apríl frá kl.13:00-15:00.
8. - 10. bekkur fara frá Giljaskóla um kl. 12. Litur skólans í keppninni er bleikur svo gaman væri ef nemendur gætu verið klædd eða skreyta sig með þeim lit.
ÁFRAM GILJASKÓLI!!!
Lesa meira