Fréttir

Peysusala - fjáröflun 10. bekkjar

Fjáröflun 10. bekkjar vegna skólaferðalags í vor hefst með látum þetta skólaárið og ákveðið hefur verið að selja merktar peysur til styrktar ferðarinnar nú strax í upphafi annar. Um er að ræða vandaðar hettupeysur í sex mismunandi litum, merktar með nafni skóla og ártali. Geta nemendur valið um hvort þeir merki einnig peysurnar með nafni sínu. Hægt verður að máta stærðir, velja lit og panta peysur í anddyri skólans sem hér segir: Þriðjudaginn 21. ágúst kl. 11:00-13:00 Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 7:45-8:30, kl. 12:00-13:00 og kl. 15:00-16:00 Peysurnar kosta 5500 kr (minni stærðir) og 6000 kr. (stærri stærðir) og eru merkingar innifaldar. Hægt er að borga á staðnum með reiðufé eða fá upplýsingar um reikningsnúmer til að leggja inn á.
Lesa meira

Frístund - staðfesta dvalarsamning 15.ág.

Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem forskráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu frístundar fyrir börn sín skólaárið 2018 - 2019 staðfesti skráninguna í dag 15. ágúst milli kl. 10 - 15. Staðfesta þarf með undirskrift dvalarsamnings á skrifstofu skólans, 2. hæð. Þeir sem ekki komast hafi samband til að ákveða annan tíma.
Lesa meira

Skólinn minn Giljaskóli

Þegar að ég var fimm ára og var í leikskólanum Kiðagili kom ég fyrst inn í skólann til að skoða hann með sjötta bekk Giljaskóla. Í honum var bróðir minn sem sýndi mér skólann. Þá var ég rosalega spenntur fyrir því að byrja í skólanum. Núna er ég búinn að vera í Giljaskóla í átta ár og er þar með kominn í áttunda bekk. Giljaskóli er mjög fínn skóli og ég er mjög ánægður með krakkana í skólanum og líka kennarana. Í fyrsta bekk fannst mér vera rosalega stórir krakkar í öðrum bekk. Núna finnst mér þau auðvitað hvorki vera stór né gömul. Í skólanum er staður sem að heitir Dimmuborgir. Þar eyða unglingarnir eyðum og frímínútum. Þar er mikið horft á Simpsons og Fast and the furious og líka aðrar myndir eða þætti. Nemendur í skólanum eru um fjögur hundruð. Í skólanum er frekar stórt bókasafn með allskonar bókum eins og Harry Potter, Lord of the Rings, Hunger games
Lesa meira

Að stunda hreyfingu

Ég hef mjög gaman af íþróttum og skólaíþróttum þar með talið. Mér finnst mjög gaman hvað það er mikil fjölbreytni í íþróttatímunum hér í Giljaskóla og íþróttakennararnir eru að standa sig vel í að halda hreyfingu að okkur krökkunum. Þeir eru líka mjög duglegir að fylgjast vel með og leiðbeina okkur í tímunum. Persónulega myndi mér finnast gaman að fá að læra meira um íþróttir. Læra um mikilvægi hreyfingar, um vöðvana, meiðsli, hvað á að gera til þess að forðast meiðsli og vinna úr þeim. Fá að vita meira um mataræði og næringu. Ég held að það sé mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að læra um áhrif hreyfingar og þjálfunar á helstu líffæri eins og hjarta, lungu, vöðva og taugakerfi. Eiginlega að læra bóklega um íþróttir. Þetta gæti til dæmis verið
Lesa meira

Giljaskóli - kostir og gallar

Í Giljaskóla eru bæði kostir og gallar og það er það sem ég er að fara að tala um. Skólatölvurnar eru rusl og þá meina ég rusl. Það tekur svo mikinn tíma að kveikja á þeim og þær eru orðnar eldgamlar og hægar. Mér finnst eins og það ætti að kaupa nýjar ódýrar tölvur sem virka betur en þessar tölvur eða kaupa lyklaborð á spjaldtölvurnar. Svo að við getum tengt lyklaborðið við spjaldtölvurnar. Ef það er ekki hægt að gera það þá þarf að kaupa nýjar skólatölvur. Það þarf líka að endurnýja sófana i Dimmuborgum af því að þeir eru orðnir rifnir og gamlir
Lesa meira

Kynjamismunur kennara í Giljaskóla

Kynjamismunur kennara í Giljaskóla er rosalegur. Konur eru mikið fleiri og eru karlar aðeins rúmlega 18 prósent af öllu starfsfólki Giljaskóla. Ég vil hvetja fleiri karla til að verða kennarar. Hér í Giljaskóla eru aðeins rúmlega tíu karlar í starfsliði Giljaskóla. Mér finnst það ekki nóg og vil ég fá fleiri karla til þess að kenna. Ég hef ekkert á móti konunum en mér finnst vanta fleiri karla til að kenna, þá getum við fengið fleiri nýjar hugmyndir og fáum öðruvísi kennslu í skólanum. Þeir karlar sem eru að kenna eru til dæmis að kenna íþróttir og sund, íslensku, smíðar og svo eru karlar sem sinna fleiri störfum í Giljaskóla Ég veit ekki hvernig þetta er í
Lesa meira

Dagur Guðnason í 6.AR hlaut annað sæti í yngri flokki Siljunnar 2018

Annað sætið í yngri flokki Siljunnar 2018 hlaut Dagur Guðnason fyrir myndband um bókina Af hverju ég? eftir Hjalta Halldórsson. Dómnefndin sagði: „Einkar metnaðarfull textasmíði og gaman að sjá öðruvísi nálgun að viðfangsefninu.“ Siljan er myndbandakeppni í grunnskólum landsins þar sem nemendur kynna nýútkomnar barna- og unglingabækur. Við óskum Degi innilega til hamingju með þetta góða myndband sem sjá má hér.
Lesa meira

Hreyfing og næringarfræði

Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir krakka og unglinga og skiptir hún miklu máli fyrir heilsuna. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og finnst þær mjög skemmtilegar. Mér finnst íþrótta- og sundaðstaða Giljaskóla vera mjög góð, en samt eru nokkur atriði sem mættu vera betri. Kenndar eru íþróttir á unglingastigi tvisvar í viku og eru tímarnir kynjaskiptir og finnst mér það sniðugt. Tímarnir eru aðeins í eina kennslustund sem er 40 mínútur, en mér finnst að íþróttatímarnir mættu vera lengri t.d. í 60 – 80 mínútur. Fyrst hitum við upp með smá hlaupi síðan þarf kennarinn að útskýra hvað við eigum að gera og það tekur sinn tíma. Svo þegar við byrjum eru u.þ.b. 25 mín. eftir af tímanum. Mér finnst mjög gott hvað íþróttatímarnir
Lesa meira

Íþrótta- og sundaðstaða í Giljaskóla

Í Giljaskóla er góð íþróttaaðstaða en nemendur skólans þurfa að fara í rútu til þess að fara í sund. Farið er tvisvar sinnum í íþróttir og einu sinni í sund á viku. Það er mjög þægilegt að geta gengið innanhúss niður í íþróttahús án þess að þurfa að fara út í kuldann. Í 1.-7. bekk eru bæði kynin saman í íþróttum og sundi en kynjaskipt í báðum fögum í 8.-10. bekk. Mér finnst ekki skemmtilegt að við séum kynjaskipt í íþróttum því að oftast er meiri hraði og meira keppnisskap í strákunum. Í sundi skiptir það ekki jafn miklu máli því að stelpur og strákar eru oftast á sitthvorri brautinni. Til þess að geta verið kynjaskipt í íþróttum og sundi þarf líka að vera kynjaskipt í einhverjum öðrum tímum svo að allt passi í dagskrána. Íþróttahúsið hjá Giljaskóla er íþróttahús sem aðrir skólar ættu
Lesa meira