24.03.2020
Skipulag náms nemenda í 4. - 10. bekk hefur verið sett á vefsíðu, tengill á hana "Heimaskóli" er á heimasíðu skólans. Þessari síðu er ætlað auðvelda nemendum og foreldrum aðgengi að námsefni og upplýsingum.
Lesa meira
23.03.2020
Í ljósi nýjustu tilmæla Almannavarna þarf að endurskoða skipulag skólastarfs frá og með þriðjudeginum 24. mars. Sóttvarnir eru forgangsmál hjá öllum í samfélaginu og eiga þær við allsstaðar og alltaf. Hólfun skóla verður enn markvissari en verið hefur og tekið verður fyrir allan ónauðsynlegan samgang á milli þeirra hvort sem um nemendur eða starfsfólk er að ræða.
Nú er okkur gert að fækka í hópum eldri nemenda og skólar munu því vinna samkvæmt því sem hér segir:
- 1. - 4. bekkur verður áfram fram til hádegis í skólanum skv. sama skipulagi og verið hefur
- 5. - 7. bekk verður skipt í tvo hópa og mæta nemendur annan hvern dag samkvæmt nánara skipulagi sem ykkur berst frá hverjum skóla.
- 8. - 10. bekkur verður alfarið í heima- og sjálfsnámi með aðstoð kennara
Eindregin tilmæli eru um að þeir foreldrar sem eru heima yfir daginn og geta haft börn sín heima geri það. Það styrkir enn frekar sóttvarnir og auðveldar starfsfólki að halda uppi reglubundnu starfi.
Bestu þakkir fyrir ríkan skilning á stöðunni og það er gott að finna hvernig samtakamátturinn fleytir okkur áfram við aðstæður sem þessar.
Karl Frímannsson
sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar
Lesa meira
20.03.2020
Embætti landlæknis hefur tekið saman leiðbeiningar vegna barna í sóttkví.
Börn í sóttkví: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39957/B%C3%B6rn%20%C3%AD%20s%C3%B3ttkv%C3%AD.pdf
Börn með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví – leiðbeiningar til forráðamanna: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39958/B%C3%B6rn%20me%C3%B0%20s%C3%A9rt%C3%A6kar%20um%C3%B6nnunar%C3%BEarfir%20%C3%AD%20s%C3%B3ttkv%C3%AD.pdf
Gagnlegar upplýsingar um sóttkví og áhrif hennar á nemendur og starfsfólk skóla: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39942/Gagnlegar%20uppl%C3%BDsingar%20um%20s%C3%B3ttkv%C3%AD%20og%20%C3%A1hrif%20hennar%20%C3%A1%20nemendur%20og%20starfsf%C3%B3lk%20sk%C3%B3la.pdf
Þessar upplýsingar eru inn á síðu embættis Landlæknis hér: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/thad-sem-thu-tharft-ad-vita/
Einnig inn á síðu ahs.is undir „skólar“
Einnig er hér bréf til foreldra um börn í sóttkví á ensku. Einnig hægt að sjá hér: https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/03/Children-and-the-ban-on-gatherings-20.03.2020.pdf
Lesa meira
20.03.2020
Skilaboð frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis dagsett 20. mars 2020
Efni: Samkomubann og börn
Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.
Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:
Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.
Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeiningum sem snúa að minni snertingu við vini er ekki útilokað að þau geti hist í leikjum. Leikirnir mega ekki fela í sér beina snertingu, notkun á sameiginlegum leikföngum eða búnaði sem snertur er með berum höndum.
Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.
Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgangast mikið vini eða frændsystkini úr öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væru aðskildir. Slíkt ætti að forðast eins og kostur er.
Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að samskiptum við ástvini okkar.
Lesa meira
20.03.2020
Nú þegar krakkarnir sinna náminu að töluverðum hluta heima þá þurfum við að breyta ýmsu í skólastarfinu. Til þess að aðstoða nemendur og foreldra við að halda utan um skipulagið erum við að búa til heimasíðu með upplýsingum og ítarefni sem hægt er að leita í ef þörf þykir. Slóðin að síðunni er þessi: https://sites.google.com/giljaskoli.is/foreldrar/heim
Lesa meira
19.03.2020
Skólastarf í Giljaskóla hefur tekið nokkrum breytingum þessa vikuna í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu og gerum við okkar besta til að mæta nemendum í námi.
Allir nemendur skólans eru í námshópum sem ekki blandast. Í hverjum hópi eru að hámarki 20 nemendur. Nemendur 1. - 7. bekkjar fá útiveru á hverjum degi auk einna skipulagðra frímínútna. Lögð er áhersla á að nýta kunnáttu okkar og reynslu af núvitund, enda er það talin góð leið til að takast á við streitu og kvíða.
Lesa meira
17.03.2020
Unglingastig, 8. - 10. bekkur skóli hefst kl 13:00 í dag 17. mars. (Engir fjarfundir í dag)
Lesa meira
16.03.2020
Skólastarf verður með óhefðbundnum hætti næstu daga og þurfum við öll að gera okkar besta við þessar aðstæður. Hér má sjá helstu atriði varðandi þær breytingar sem verða en einnig munu umsjónarkennarar senda póst um frekara skipulag. Eftirfarandi atriði er mikilvægt að skoða:
Lesa meira
13.03.2020
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.
Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Akureyrarbæjar og heimasíðum grunn- og leikskóla.
Lesa meira
13.03.2020
Kæru foreldrar / forráðamenn nemenda Giljaskóla
Nú eru orðnar breyttar aðstæður hjá okkur í grunnskólunum í kjölfar samkomubanns vegna COVID - 19. Á vef almannvarna kemur eftirfarandi fram varðandi samkomubann:
Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendurnir blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa skólabyggingarnar eftir hvern dag. Eins og gefur að skilja hefur þessi tilskipun í för með sér talsvert miklar breytingar á hefðbundnu skólastafi sem við erum nú að skipuleggja.
Skólinn hefur fjölgað í öryggisráði skólans sökum aðstæðna. Ráðið fundar daglega meðan neyðarstig stendur yfir. Í ráðinu sitja Kristín, Vala og Helga Rún (stjórnendur skólans), Hrefna (úr sérdeild), Gummi smíðakennari, Ingunn (skólasafnskennari), Ella ritari, Sigfús (kennari á unglingastigi) og Gummi húsvörður.
Lesa meira