Fréttir

6. bekkur - bæjarferð

Miðvikudaginn 23.nóvember, fór 6.bekkur á Leikfangasafnið í Friðbjarnarhúsi til að sjá leikföng frá gamla tímanum.Þetta er sýning sem inniheldur fullt af gömlum og klassískum leikföngum og þar má finna dúkkur (sú elsta er 100 ára), dúkkuvagna, rugguhesta, púsl, spil, dúkkulísur, lukkutröll og margt fleira.
Lesa meira

Dagur gegn einelti

Nemendaráð Giljaskóla útbjó verkefni fyrir Dag gegn einelti sem er haldinn um allt land 8.nóvember á hverju ári.Nemendaráðið bað hvern bekk að útbúa bekkjarmynd á maskínupappír utan um landssáttmála gegn einelti og skrifa þannig undir að við viljum stöðva allt einelti í umhverfinu okkar.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu komu nemendur unglingastigs saman á sal skólans.Haldin var ræðukeppni þar sem nemendur voru annað hvort með eða á móti.Efnin sem nemendur tóku afstöðu til voru hækkun bílprófsaldurs í 18 ár, að skólinn byrji klukkan 9 og að nemendur taki lokapróf í sundi við lok 8.
Lesa meira

Náttfataball fyrir yngsta stig

Á dögunum héldu nemendur 10.bekkjar náttfataball fyrir yngstu nemendur skólans.Ballið er liður í fjáröflun nemenda fyrir skólaferðalagi í vor.Mikið stuð var á ballinu og nemendur tóku virkan þátt í leikjum og dansi.
Lesa meira

10.bekkur er að selja merkt handklæði

Frábær jólagjafahugmynd fyrir alla, t.d.til ömmu og afa eða frá ömmu og afa til allra barnabarnanna eða bara á milli vina eða ættingja.Stór handklæði kosta 3.500 kr.Stærð 70x140cm – hægt að merkja eins og óskað er.
Lesa meira